Meira hvatning en pressa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 06:00 Fanndís er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/anton Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Það mátti sjá spenninginn í augunum á stelpunum okkar í gær þegar þær voru að undirbúa sig fyrir síðustu æfinguna á Íslandi áður en þær fljúga til Hollands í dag. Þær hafa haft í mörgu að snúast síðustu tvær vikur og núna bíður bara rútuferð í Leifsstöð eftir hádegi í dag. „Ég finn það að við erum allar hundrað prósent tilbúnar til að fara út núna og takast á við þetta verkefni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu liðsins í gær.Bara með tvo leiki á bakinu Fanndís var frekar nýbúin að halda upp á nítján ára afmælið sitt og var aðeins með tvo landsleiki á bakinu þegar hún var valin í EM-hópinn fyrir fyrsta Evrópumót íslenska kvennalandsliðsins sumarið 2009. Fanndís kom inn á sem varamaður í tveimur leikjanna, þar á meðal í fyrsta leiknum á móti Frakklandi en frá þessu fyrsta móti hefur hlutverk hennar vaxið og nú er hún orðin einn af lykilmönnum íslenska liðsins. „Á fyrsta mótinu var ég bara lítil og fékk að fara með. Kom bara inn á þegar lítið var eftir af leikjunum. Svo varð hlutverkið alltaf stærra og stærra,“ segir Fanndís. Hún byrjaði þrjá leiki á EM fyrir fjórum árum og var fastamaður í íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst hlutverk mitt alltaf vera að verða stærra og stærra. Núna finnst mér það vera orðið mjög stórt sem gerir þetta gríðarlega spennandi.“ Íslenska liðið hefur misst sterka leikmenn á síðustu misserum og sem dæmi um breytingarnar á þessum níu árum er Fanndís bara ein af sjö sem voru með liðinu á EM í Finnlandi í ágúst 2009. „Það hefur þjappað okkur ennþá betur saman að missa þessa leikmenn út og ýtt undir að aðrir leikmenn stígi fram og þar á meðal er ég. Ég ætla gera það og veit ég þarf að gera það,“ segir Fanndís. Fyrsti leikur hennar á EM verður landsleikur númer 85. „Ég er öðruvísi leikmaður í dag en ég var þá. Í dag er ég orðin ein af þeim sem eru næstum því komin með hundrað landsleiki. Síðast var ég bara þessi sem var með 20 leiki eins og margar. Í rauninni breytist hlutverkið ekki neitt inni á vellinum en það er öðruvísi litið á mann. Ég er samt reyndari og það er eitthvað sem hægt er að nýta sér,“ segir Fanndís. Hún fagnar því að allir fjölmiðlar vilji ná tali af þeim og það séu myndir af þeim úti um allt. „Það er gaman að áhuginn sé svona mikill á okkur. Við finnum það og ætlum að nýta það sem styrkleika inn á þetta mót,“ segir Fanndís og hún vill ekki líta svo á að með allri athyglinni komi of mikil pressa.Góð pressa „Við lítum á þetta sem góða pressu því við setjum pressu á okkur sjálfar,“ sagði Fanndís. Íslenska liðið spilaði ekki vináttulandsleik á síðustu vikunum fyrir mótið en naut þess í staðinn að vera saman, bæði á æfingum sem og í ýmsu hópefli utan hans. „Dagskráin hjá okkur er búin að vera eins fullkomin og það gerist. Við fáum að gista heima hjá okkur og svo komum við hérna, förum í meðferðir og borðum hádegismat saman. Stundum er æfing seinnipart dags eða jóga eða eitthvað svoleiðis. Það er allt fyrir okkur gert þannig að okkur líði sem best,“ segir Fanndís. „Það kemur vel út að fara heim á kvöldin en það er heldur ekkert að því að vera saman á hóteli. Ég er með besta herbergisfélagann þannig að ég hef engar áhyggjur af því að það verði eitthvert vesen,“ segir Fanndís og þar er hún að tala um Hallberu Guðnýju Gísladóttur.Metnaðarfull markmið Stelpurnar eru óhræddar við að setja sér metnaðarfull markmið og segja frá þeim. Þær hafa sjálfar aukið með því væntingarnar til liðsins. Þær komust í átta liða úrslitin fyrir fjórum árum og stefna einnig hátt í ár. En eru þær ekkert hræddar við pressuna? „Þetta er meira hvatning heldur en pressa. Það er bara gaman að það séu svona margir að taka þátt í þessu. Ég held að það kunni allir að meta það. Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil, þetta er bara frábært,“ segir Fanndís að lokum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti