Tóku upp fölsk atriði til að afvegaleiða ljósmyndara Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2017 10:45 Kit Harington í hlutverki Daenerys Targaryen. Vísir Leikarinn Kit Harington segir framleiðendur Game of Thrones hafa gengið ansi langt til að afvegaleiða ljósmyndara. Hann segir ljósmyndarana hafa verið sérstaklega aðgangsharða á Spáni og því hafi framleiðendurnir tekið upp á því að taka upp þrjú fölsk atriði. Harington segir upptökurnar hafa tekið samanlagt fimmtán klukkustundir og þetta hafi jafnvel verið gert á frídögum hans. Ýmsar myndir hafa litið dagsins ljós frá tökum þáttaraðarinnar sem áttu að hafa varpað nýju ljósi á söguþráð þáttanna. Svo virðist sem að það hafi verið með vilja gert. Eða ekki. Leikarinn mætti til Jimmy Kimmel í gær og ræddi næstu þáttaröð Game of Thrones sem byrja á sunnudagskvöldið. Þar reyndi Kimmel ítrekað að draga upplýsingar upp úr Harington, en það gekk ekkert allt of vel þrátt fyrir frumlegar tilraunir. Harington segir frá fölsku tökunum í fjórða myndbandinu hér að neðan. Hann segir þó einnig frá fyndnum uppákomum í hinum myndböndunum. Í neðsta myndbandinu má sjá áður óséða upptöku frá áheyrnarprufum Harington fyrir önnur hlutverk í þáttunum. Áheyrnarprufurnar Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Kit Harington segir framleiðendur Game of Thrones hafa gengið ansi langt til að afvegaleiða ljósmyndara. Hann segir ljósmyndarana hafa verið sérstaklega aðgangsharða á Spáni og því hafi framleiðendurnir tekið upp á því að taka upp þrjú fölsk atriði. Harington segir upptökurnar hafa tekið samanlagt fimmtán klukkustundir og þetta hafi jafnvel verið gert á frídögum hans. Ýmsar myndir hafa litið dagsins ljós frá tökum þáttaraðarinnar sem áttu að hafa varpað nýju ljósi á söguþráð þáttanna. Svo virðist sem að það hafi verið með vilja gert. Eða ekki. Leikarinn mætti til Jimmy Kimmel í gær og ræddi næstu þáttaröð Game of Thrones sem byrja á sunnudagskvöldið. Þar reyndi Kimmel ítrekað að draga upplýsingar upp úr Harington, en það gekk ekkert allt of vel þrátt fyrir frumlegar tilraunir. Harington segir frá fölsku tökunum í fjórða myndbandinu hér að neðan. Hann segir þó einnig frá fyndnum uppákomum í hinum myndböndunum. Í neðsta myndbandinu má sjá áður óséða upptöku frá áheyrnarprufum Harington fyrir önnur hlutverk í þáttunum. Áheyrnarprufurnar
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira