Þögnin er rofin – núna þarf að auka öryggið Bjarni Karlsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Þessa daga fer fram mikilvæg umræða um það hvað geti verið eðlileg viðbrögð í samfélagi okkar gagnvart kynferðisofbeldi einkum þegar það snýr að börnum. Kveikjan að umræðunni er spurningin um uppreist æru lögfræðings sem í framhaldinu vill endurheimta lögmannsréttindi sín og þorra almennings í landinu er misboðið, því eitt er að mega vinna fyrir sér og annað að njóta þess ríka trúnaðar sem lögmannsréttindi fela í sér. Það var stórkostleg breyting á 10. áratug síðustu aldar þegar þolendur kynferðisofbeldis hættu að skammast sín fyrir ofbeldið sem þau höfðu orðið fyrir og byrjuðu að segja frá. Núna vita þau sem beita kynferðisofbeldi að líklega muni verk þeirra ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt. Enn er þó langt í land og kynferðisofbeldi virðist ekki í rénun þrátt fyrir þessa breytingu. Í því sambandi langar mig að benda á þætti sem ég held að við þurfum að bæta í því skyni að ná meiri árangri. Ég hef starfað við sálgæslu sem prestur frá 1990 og hef enga tölu á þeim hundruðum þolenda, gerenda og ástvina beggja vegna borðs sem ég hef horfst í augu við á þeim tíma. Af öllum kynferðisglæpum er barnaníð ömurlegast og skuggarnir oft langir sem það varpar inn á æviveginn og til eru kynferðisglæpamenn sem aldrei nokkurn tímann ná þeim þroska að skilja alvöru gjörða sinna og þann skaða sem þeir hafa valdið. Hins vegar er það líka svo í lífi mjög margra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku að óttinn við að segja frá tengist ekki síst áhyggjum af viðbrögðum umhverfisins sem, þrátt fyrir að hafa batnað mikið hin síðari ár, einkennast enn af of miklum upphrópunum og einföldunum sem ekki hjálpa. Þolendur barnaníðs fá t.d. gjarnan þau skilaboð að þau hafi orðið fyrir sálarmorði eða að vegna ofbeldisins eigi þau hreinlega enga æsku til að minnast. Gerendur í barnaníðsmálum eru sömuleiðis skilgreindir í einn flokk og um þá fullyrt með fáum stórum orðum. Sá sem eitt sinn hefur níðst á barni er að eilífu skilgreindur af því verki sínu og því ítrekað haldið fram að slíkt fólk geti ekki breyst og aldrei batnað. Við gleymum því hins vegar gjarnan að flestir barnaníðingar eru á táningsaldri þegar verknaður er framinn og eru oft náskyldir fórnarlömbum sínum. Fjölskylduboð og sumarbústaðaferðir eru líklega algengustu vettvangar glæpanna. Flestum gerendum endist ekki ævin til að harma gjörðir sínar eftir að þeir ná þroska og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Og flestir þolendur ná þrátt fyrir allt og allt að eiga gott líf sem ekki einkennist af níðinu þótt afleiðingarnar séu alltaf alvarlegar. Ég álít að núna sé tími kominn til að ná meiri árangri í því að stöðva barnaníð í samfélagi okkar og auka kynferðislegt öryggi. Mikilvægur liður í því væri að minnka ofsann í þessum málum en efla samtal, fræðslu og opið aðhald á öllum sviðum og stigum samfélagsins þannig að færri þolendur finni sig knúna til að læsa reynslu sína inni og henda lyklinum og færri gerendur komist upp með athæfi sitt heldur séu gripnir, haldið ábyrgum þegar í stað og refsað með raunhæfum hætti. Fjöldi þolenda þorir ekki að ræða sín mál af því að þau geta ekki treyst umhverfinu til að vera skynsamt. Helstu úrræðin sem við eigum eru refsingar en þegar kemur að því að halda fólki ábyrgu og auka öryggi erum við fákunnandi. Útkoman er sú að fjölmargar stórfjölskyldur lifa í ískaldri þögn vegna óuppgerðra kynferðisofbeldismála sem enginn veit hvernig á að vinna úr. Ófáir menn eru útlægir frá landinu vegna þess að þeir voru einu sinni dæmdir og ef þeir voga sér að heimsækja ástvini eru þeir varla komnir í gegnum tollinn fyrr en þeir eru teknir fyrir á samfélagsmiðlum og allt um þá er rifjað upp því netið gleymir engu. Í raun handjárnum við gerendur og þolendur saman í órjúfanlegum sársauka og skömm með því að við gefum ofbeldisglæpnum eilíft líf. Og ef einhver imprar á þáttum eins og fyrirgefningu eða mannúðlegri meðhöndlun barnaníðinga er sá sami ásakaður um að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba og draga taum ofbeldismanna. Þegar þolandi ofbeldis finnur fyrirgefningu vaxa fram í lífi sínu merkir það ekki að hann hafi skipt um skoðun á því sem gerðist og nú sé það orðið í lagi. Fyrirgefning er það þegar ofbeldið hefur ekki lengur vald yfir lífi þolandans. Ef við viljum raunverulega auka öryggi barna í samfélagi okkar og draga úr kynferðisofbeldi gagnvart þeim er einangrun og útskúfun fólks sem haldið er barnagirnd vond hugmynd og til þess fallin að auka á líkur á brotum. Raunhæfara væri að fela heilbrigðisyfirvöldum að annast þjónustu og eftirlit með brotlegum aðilum sem tekið hafa út sína refsingu og nálgast málefnið sem sértækan heilsuvanda. Nú teldi ég eðlilegt í ljósi samfélagsumræðunnar um þessi mál, sem augljóslega liggur á okkur öllum, að lögreglu- og heilbrigðisyfirvöld tefldu fram þar til bærum fulltrúum sem lýstu því fyrir þjóðinni hvaða viðbrögð séu talin líklegust til árangurs í þessum efnum. Við höfum náð þeim árangri að þolendur eru hættir að þegja og skammast sín. Núna þarf að auka öryggið.Höfundur er MA í kynlífssiðfræði og prestur við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa daga fer fram mikilvæg umræða um það hvað geti verið eðlileg viðbrögð í samfélagi okkar gagnvart kynferðisofbeldi einkum þegar það snýr að börnum. Kveikjan að umræðunni er spurningin um uppreist æru lögfræðings sem í framhaldinu vill endurheimta lögmannsréttindi sín og þorra almennings í landinu er misboðið, því eitt er að mega vinna fyrir sér og annað að njóta þess ríka trúnaðar sem lögmannsréttindi fela í sér. Það var stórkostleg breyting á 10. áratug síðustu aldar þegar þolendur kynferðisofbeldis hættu að skammast sín fyrir ofbeldið sem þau höfðu orðið fyrir og byrjuðu að segja frá. Núna vita þau sem beita kynferðisofbeldi að líklega muni verk þeirra ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt. Enn er þó langt í land og kynferðisofbeldi virðist ekki í rénun þrátt fyrir þessa breytingu. Í því sambandi langar mig að benda á þætti sem ég held að við þurfum að bæta í því skyni að ná meiri árangri. Ég hef starfað við sálgæslu sem prestur frá 1990 og hef enga tölu á þeim hundruðum þolenda, gerenda og ástvina beggja vegna borðs sem ég hef horfst í augu við á þeim tíma. Af öllum kynferðisglæpum er barnaníð ömurlegast og skuggarnir oft langir sem það varpar inn á æviveginn og til eru kynferðisglæpamenn sem aldrei nokkurn tímann ná þeim þroska að skilja alvöru gjörða sinna og þann skaða sem þeir hafa valdið. Hins vegar er það líka svo í lífi mjög margra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku að óttinn við að segja frá tengist ekki síst áhyggjum af viðbrögðum umhverfisins sem, þrátt fyrir að hafa batnað mikið hin síðari ár, einkennast enn af of miklum upphrópunum og einföldunum sem ekki hjálpa. Þolendur barnaníðs fá t.d. gjarnan þau skilaboð að þau hafi orðið fyrir sálarmorði eða að vegna ofbeldisins eigi þau hreinlega enga æsku til að minnast. Gerendur í barnaníðsmálum eru sömuleiðis skilgreindir í einn flokk og um þá fullyrt með fáum stórum orðum. Sá sem eitt sinn hefur níðst á barni er að eilífu skilgreindur af því verki sínu og því ítrekað haldið fram að slíkt fólk geti ekki breyst og aldrei batnað. Við gleymum því hins vegar gjarnan að flestir barnaníðingar eru á táningsaldri þegar verknaður er framinn og eru oft náskyldir fórnarlömbum sínum. Fjölskylduboð og sumarbústaðaferðir eru líklega algengustu vettvangar glæpanna. Flestum gerendum endist ekki ævin til að harma gjörðir sínar eftir að þeir ná þroska og verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Og flestir þolendur ná þrátt fyrir allt og allt að eiga gott líf sem ekki einkennist af níðinu þótt afleiðingarnar séu alltaf alvarlegar. Ég álít að núna sé tími kominn til að ná meiri árangri í því að stöðva barnaníð í samfélagi okkar og auka kynferðislegt öryggi. Mikilvægur liður í því væri að minnka ofsann í þessum málum en efla samtal, fræðslu og opið aðhald á öllum sviðum og stigum samfélagsins þannig að færri þolendur finni sig knúna til að læsa reynslu sína inni og henda lyklinum og færri gerendur komist upp með athæfi sitt heldur séu gripnir, haldið ábyrgum þegar í stað og refsað með raunhæfum hætti. Fjöldi þolenda þorir ekki að ræða sín mál af því að þau geta ekki treyst umhverfinu til að vera skynsamt. Helstu úrræðin sem við eigum eru refsingar en þegar kemur að því að halda fólki ábyrgu og auka öryggi erum við fákunnandi. Útkoman er sú að fjölmargar stórfjölskyldur lifa í ískaldri þögn vegna óuppgerðra kynferðisofbeldismála sem enginn veit hvernig á að vinna úr. Ófáir menn eru útlægir frá landinu vegna þess að þeir voru einu sinni dæmdir og ef þeir voga sér að heimsækja ástvini eru þeir varla komnir í gegnum tollinn fyrr en þeir eru teknir fyrir á samfélagsmiðlum og allt um þá er rifjað upp því netið gleymir engu. Í raun handjárnum við gerendur og þolendur saman í órjúfanlegum sársauka og skömm með því að við gefum ofbeldisglæpnum eilíft líf. Og ef einhver imprar á þáttum eins og fyrirgefningu eða mannúðlegri meðhöndlun barnaníðinga er sá sami ásakaður um að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba og draga taum ofbeldismanna. Þegar þolandi ofbeldis finnur fyrirgefningu vaxa fram í lífi sínu merkir það ekki að hann hafi skipt um skoðun á því sem gerðist og nú sé það orðið í lagi. Fyrirgefning er það þegar ofbeldið hefur ekki lengur vald yfir lífi þolandans. Ef við viljum raunverulega auka öryggi barna í samfélagi okkar og draga úr kynferðisofbeldi gagnvart þeim er einangrun og útskúfun fólks sem haldið er barnagirnd vond hugmynd og til þess fallin að auka á líkur á brotum. Raunhæfara væri að fela heilbrigðisyfirvöldum að annast þjónustu og eftirlit með brotlegum aðilum sem tekið hafa út sína refsingu og nálgast málefnið sem sértækan heilsuvanda. Nú teldi ég eðlilegt í ljósi samfélagsumræðunnar um þessi mál, sem augljóslega liggur á okkur öllum, að lögreglu- og heilbrigðisyfirvöld tefldu fram þar til bærum fulltrúum sem lýstu því fyrir þjóðinni hvaða viðbrögð séu talin líklegust til árangurs í þessum efnum. Við höfum náð þeim árangri að þolendur eru hættir að þegja og skammast sín. Núna þarf að auka öryggið.Höfundur er MA í kynlífssiðfræði og prestur við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun