Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2017 21:07 Mike Pence, varaforseti, fylgist með þeim Trump og Priebus, þegar allt lék í lyndi þeirra á milli. Vísir/GETTY Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter nú fyrir skömmu að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væri hættur í starfi sínu. Í stað hans hefur Trump ráðið hershöfðingjann John F Kelly í starfið. Hann er fyrrverandi yfirmaður Heimavarnaáðuneytisins. Trump gaf ekki upp hvort að Priebus hafi verið rekinn eða hvort hann sagði upp.Samkvæmt frétt CNN sagði Priebus þó upp í gær. Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. Sögusagnir hafa verið á kreiki í marga mánuði um að staða Priebus innan Hvíta hússins hafi verið slæm. Trump réði Priebus á sínum tíma vegna tenginga hans við Repúblikanaflokkinn, en þar var Priebus mikill innanbúðamaður. Scaramucci sagði blaðamanni New Yorker á dögunum að Priebus yrði beðinn um að segja starfi sínu lausu.Sjá einnig: Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamannForsetinn sagði á Twitter að Kelly væri mikill leiðtogi og sannur Bandaríkjamaður. Þá segir Trump að Kelly hafi staðið sig vel í Heimavarnarráðuneytinu og sé „stjarna“ ríkisstjórnar hans.I am pleased to inform you that I have just named General/Secretary John F Kelly as White House Chief of Staff. He is a Great American....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 ...and a Great Leader. John has also done a spectacular job at Homeland Security. He has been a true star of my Administration— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 I would like to thank Reince Priebus for his service and dedication to his country. We accomplished a lot together and I am proud of him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 Donald Trump Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter nú fyrir skömmu að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væri hættur í starfi sínu. Í stað hans hefur Trump ráðið hershöfðingjann John F Kelly í starfið. Hann er fyrrverandi yfirmaður Heimavarnaáðuneytisins. Trump gaf ekki upp hvort að Priebus hafi verið rekinn eða hvort hann sagði upp.Samkvæmt frétt CNN sagði Priebus þó upp í gær. Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. Sögusagnir hafa verið á kreiki í marga mánuði um að staða Priebus innan Hvíta hússins hafi verið slæm. Trump réði Priebus á sínum tíma vegna tenginga hans við Repúblikanaflokkinn, en þar var Priebus mikill innanbúðamaður. Scaramucci sagði blaðamanni New Yorker á dögunum að Priebus yrði beðinn um að segja starfi sínu lausu.Sjá einnig: Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamannForsetinn sagði á Twitter að Kelly væri mikill leiðtogi og sannur Bandaríkjamaður. Þá segir Trump að Kelly hafi staðið sig vel í Heimavarnarráðuneytinu og sé „stjarna“ ríkisstjórnar hans.I am pleased to inform you that I have just named General/Secretary John F Kelly as White House Chief of Staff. He is a Great American....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 ...and a Great Leader. John has also done a spectacular job at Homeland Security. He has been a true star of my Administration— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 I would like to thank Reince Priebus for his service and dedication to his country. We accomplished a lot together and I am proud of him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017
Donald Trump Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira