Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:58 Guðbjörg stóð í markinu í öllum leikjum Íslands á mótinu visir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í 3-0 tapi gegn Austurríki á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Hollandi. Lið Íslands tapaði öllum leikjunum í riðlinum og var þetta því síðasti leikur liðsins á mótinu. Guðbjörg segir niðurstöðuna úr leiknum vera gríðarleg vonbrigði. „Vonbrigði að sjálfsögðu að vinna ekki leikinn, bara gríðaleg vonbrigði,“ sagði Guðbjörg í samtali við Tómas Þór Þórðarson, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Leikmenn Íslands settu pressu á sig sjálfa fyrir leikinn en þær höfðu gefið það út að þær ætluðu sér að vinna hann. Það var hinsvegar ekki að sjá það á vellinum í dag en það virtist sem að leikmenn Íslands hafi verið stressaðir og ekki liðið vel inni á vellinum í kvöld. „Við förum í alla leiki til þess að vinna. Stolt okkar var í húfi. Ég get ekki útskýrt afhverju það var svona mikið stress, við vorum búnar að tala um að reyna að spila betur. Við erum kannski ekki lengra komnar í uppspilinu en þetta, þá að við þurfum ekki að halda boltanum og létum okkur leiðast í einhverja gildru hjá þeim,“ sagði Guðbjörg. Aðspurð um hvort að henni þyki Ísland eiga langt í land með að komast upp úr riðli á stórmóti segir hún svo ekki vera. „Mér finnst við miklu betri en við sýndum á þessu móti. Það er rosalega erfitt að finna ástæðuna akkúrat núna, við vorum ótrúlega vel undirbúnar. Freysi er sennilega besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft, ég hef komið víða við á löngum ferli og hann gerði virkilega allt til þess að við værum eins vel undirbúnar og mögulegt var og hann átti miklu meira skilið úr þessu móti. Maður fær hálf illt í hjartað að hafa ekki getað gefið honum það sem hann átti skilið,“ sagði Guðbjörg svekkt. Austurríska liðið hefur verið á eftir því íslenska í töluverðan tíma en hafa verið á góðri siglingu undanfarin ár. Þær voru mun betri en íslenska liðið í kvöld en er það áhyggjuefni fyrir íslenska liðið? „Jú, kannski. Það er samt ekki bara Austurríki sem hefur verið á siglingu seinustu ár heldur mörg lið. Ekki samt að það sé nein afsökun en auðvitað er erfiðara að fara inn í leik þegar maður er að ströggla með „andlegan-balance“ eftir síðasta leik, við vorum náttúrulega dottnar út og þær að berjast um að komast áfram. Það er erfiðara að gíra sig upp í þennan leik þótt að mér fannst við virkilega stíga upp og reyna að sýna okkar innri íþróttamann og gera þetta almennilega. Við ætluðum svo sannarlega að sýna betri leik en við gerðum hér í kvöld,“ sagði Guðbjörg að lokum við Tómas.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn