Martin: Hefði viljað fá aðeins lengra frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 21:00 Martin Hermannsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru komnir á fullt í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í körfubolta en riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Martin í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. Martin átti frábært tímabil með Étoile de Charleville-Mezieres í frönsku b-deildinni í vetur og hefur nú flutt sig um set upp í A-deildina þar sem kemur til með að spila með Champagne Chalons-Reims á næsta tímabili. „Ég er smá stressaður yfir því að ég eigi eftir að fá eitthvað ógeð en að vera í körfubolta er samt það skemmtilegast sem maður gerir. Ég er spenntur en persónulega hefði ég viljað fá aðeins lengra frí. Ég skil samt vel að landsliðið sé byrjað að æfa,“ sagði Martin í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Martin leyfði sér aðeins að skjóta aðeins á gömlu karlana í liðinu, þá Jón Arnór Stefánsson og Hlyn Bæringsson. „Þeirra tími er bara liðinn,“ sagði Martin hlæjandi en bætti svo við: „Við erum komnir með marga hörku spilara núna. Það eru flottir strákar bæði í skólum í Bandaríkjunum og svo eru ég, Haukur og Ægir að stíga okkar fyrstu skref í atvinnumennsku. Við þurfum ekkert að stressa okkur yfir því að þessir tveir séu að hætta,“ sagði Martin um þá staðreynd að Jón Arnór og Hlynur spilar væntanlega síðustu landsleikina sína á EM í haust. „Það er ekkert stress framundan, bara mikil tilhlökkun. Við eigum mikið af flottum leikmönnum sem eiga eftir að skína á næstu árum. Við byrjun á því að skína á Eurobasket,“ sagði Martin. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru komnir á fullt í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í körfubolta en riðill Íslands fer fram í Helsinki í Finnlandi og hefst í lok ágúst. Hörður Magnússon hitti Martin í dag en framundan eru tveir æfingalandsleikir við Belgíu hér á landi. Það verða einu leikirnir sem íslenska landsliðið spilar á Íslandi fyrir Evrópumótið. Martin átti frábært tímabil með Étoile de Charleville-Mezieres í frönsku b-deildinni í vetur og hefur nú flutt sig um set upp í A-deildina þar sem kemur til með að spila með Champagne Chalons-Reims á næsta tímabili. „Ég er smá stressaður yfir því að ég eigi eftir að fá eitthvað ógeð en að vera í körfubolta er samt það skemmtilegast sem maður gerir. Ég er spenntur en persónulega hefði ég viljað fá aðeins lengra frí. Ég skil samt vel að landsliðið sé byrjað að æfa,“ sagði Martin í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Martin leyfði sér aðeins að skjóta aðeins á gömlu karlana í liðinu, þá Jón Arnór Stefánsson og Hlyn Bæringsson. „Þeirra tími er bara liðinn,“ sagði Martin hlæjandi en bætti svo við: „Við erum komnir með marga hörku spilara núna. Það eru flottir strákar bæði í skólum í Bandaríkjunum og svo eru ég, Haukur og Ægir að stíga okkar fyrstu skref í atvinnumennsku. Við þurfum ekkert að stressa okkur yfir því að þessir tveir séu að hætta,“ sagði Martin um þá staðreynd að Jón Arnór og Hlynur spilar væntanlega síðustu landsleikina sína á EM í haust. „Það er ekkert stress framundan, bara mikil tilhlökkun. Við eigum mikið af flottum leikmönnum sem eiga eftir að skína á næstu árum. Við byrjun á því að skína á Eurobasket,“ sagði Martin. Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira