Körfubolti

Elvar átti stór­leik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Már fór að venju fyrir sóknarleik Maroussi-manna. 
Elvar Már fór að venju fyrir sóknarleik Maroussi-manna.  maroussi

Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum.

Elvar skoraði 28 stig í leiknum og gaf 8 stoðsendingar, sem var mest allra. Þar að auki greip hann tvö fráköst.

Maroussi hafði tapað síðustu átta deildarleikjum fyrir þennan, síðasti deildarsigurinn kom 18. janúar. Þess ber þó að geta að Elvar hefur vissulega fagnaði sigri síðan þá, í Laugardalshöllinni í febrúar þegar Ísland tryggði sér sæti á EM, vel og innilega. 

Alls vann Maroussi þó aðeins fimm leiki á tímabilinu og endaði í neðsta sæti deildarinnar áður en henni var skipt upp. 

Þar situr Maroussi enn, en er nú aðeins tveimur stigum frá Lavrio þegar fjórar umferðir eru eftir. Neðsta liðið fellur en hin fjögur í neðri hlutanum halda sér uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×