Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 08:30 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði refsiaðgerðirnar herða á skrúfunum gegn á helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira