Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2017 07:00 Gunnhildur Yrsa á stóra fjölskyldu og finna þurfti hús á Airbnb sem gat hýst allt að fjórtán manns. Hópurinn heldur í dag til Rotterdam. Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda ræðir. Gunnhildur á sjö alsystkini sem öll eru mætt ásamt foreldrunum, Jóni Sæmundssyni og Laufeyju Ýr Sigurðardóttur, að styðja sína konu og landsliðið. „Ef ég hugsa til baka hugsa ég að við höfum aldrei verið saman erlendis síðan sú yngsta fæddist,“ segir Ýr. „Þetta er stór stund fyrir okkur en það vantar auðvitað Gunnhildi. Hún þarf að hanga með einhverju landsliði,“ grínast mamman með. Fjölskyldan heldur til í Amsterdam en heldur í dag til Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum á EM. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom Vesen á köttunum Fjölskyldan leigði sér óvenjulegt hús í gegnum Airbnb en stórt hús þarf til að hýsa hópinn sem taldi fjórtán þegar mest var. „Við leigðum gamla lögreglustöð sem er búið að umbreyta í heimili. Þetta er ótrúlegasta hús sem ég hef nokkurn tímann komið inn í,“ segir Ýr sem keypti þó að vissu leyti köttinn í sekknum. Reyndar tvo. Annar mígur út um allt og hinn er bókstaflega úti um allt. „Það hafa verið ýmsar uppákomur tengdar köttunum. Einn er ekki þrifaþjálfaður og svo erum við búin að týna einum. Þótt þeir séu bara tveir eru þeir á við fjórtán, vælandi og breimandi úti í garði,“ segir Ýr sem vissi ekki af því fyrr en út var komið að hún hefði samþykkt að passa kettina. „Ég fékk augngotur frá Nonna, hvað ég væri eiginlega búin að koma okkur út í,“ segir Ýr og hlær. Við þetta bættist að einn tengdasonurinn er með kattaofnæmi þannig að fjölskyldan er komin með nóg af köttum og ætlar að fara úr húsinu einum degi fyrr. Elfur Fríða vakti athygli ljósmyndara hjá Getty sem náði þessari flottu mynd af yngsta systkininu á leik Íslands og Sviss.Vísir/Getty Beðin um að tæma skrifstofuna Ýr er barnataugalæknir og starfar á barnaspítala í Orlando í Flórída. Þar búa fimm yngstu systkinin þau Ilmur, Þórunn, Sigurður Tumi, Sæmundur Tóki og Elfur Fríða sem er yngst, níu ára. Jón er framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni ENNEMM á Íslandi og þar búa Tindur, sem er þrítugur og elstur systkinanna, og Urður. Gunnhildur býr svo í Noregi þar sem hún spilar með Vålerenga. Allt þurfti að ganga upp til að fjölskyldan gæti mætt öll sem eitt til Hollands. Ýr óskaði eftir tveggja vikna fríi í Bandaríkjunum sem er ekki auðsótt mál. „Ef þú tekur meira en fjóra daga í frí heldur fólk að þú sért líklega hættur,“ segir Ýr og hlær. „Ég var beðin um að tæma skrifstofuna mína því þetta væri svo langt frí.“ Amma bjargaði málunum Þótt kettir séu ekki ofarlega á vinsældarlista fjölskyldunnar verður það sama ekki sagt um hunda. Þau eiga einn á Íslandi og þrjá í Ameríku. Amma Gunnhildar var einmitt fengin út til Orlando til að passa hundana svo allir hinir gætu skellt sér saman til Hollands. Fleiri hafi lagt hönd á plóg svo fjölskyldan gæti átt þessar stundir saman. „Ég fékk mömmu til að koma til Orlando til að passa hundana á meðan,“ segir Ýr. „Annars hefði hún líka verið í Hollandi. Amman tók hundapössunina á sig. Við erum með Stóran dana sem er í nýrnabilun en það var enginn tilbúinn að passa hann svo að amma hjúkrunarfræðingur var send á svæðið.“ Mæðgurnar eru miklir stuðboltar. Hér er Ýr búin að raka treyjunúmer dóttur sinnar í hnakkann.VísirHer Púertó Ríkana Foreldrar Gunnhildar og systkini styðja hana af krafti og mamman fór alla leið þegar hún lét raka töluna fimm í hnakkann á sér fyrir brottför frá Bandaríkjunum. „Ég var komin með heilan her Púertó Ríkana á rakarastofunni í þetta. Þeir eru allir búnir að adda Gunnhildi á Instagram,“ segir Ýr um nýja stuðningsmenn kvennalandsliðsins. Þeir hafi verið mjög spenntir og þá hefur greiðsla mömmunnar vakið athygli á Evrópumótinu. „Jú jú, það eru einhverjir að spyrja. Það er verst að þetta er aðeins að fölna. Ég þyrfti að komast á rakarastofu fyrir leikinn og láta raka inn í þetta.“ Fjölskyldan hefur fengið að hitta Gunnhildi tvisvar í ferðinni, meðal annars í grillveilsu hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir tapið gegn Sviss. „Það var meira þunglyndismómentið,“ segir Jón en þá kom í ljós að Ísland var úr leik eftir jafntefli Austurríkis og Frakklands. „Frakkarnir gátu ekki drullast til að vinna Austurríki. Það hefði mátt vera betri stemning en hún var samt fín.“Létu dómarana heyra það Fjölskyldan lætur vel í sér heyra, yngstu systkinin máluð í fánalitunum og dómararnir hafa fengið að heyra það frá foreldrunum. „Við sendum dómaranum tóninn. Það vantar ekkert. Ég tók að mér að hrauna yfir línuverðina og Nonni var á dómaranum,“ grínast Ýr en dómgæslan í leikjum Íslands til þessa hefur verið slök en öll liðin hafi fundið fyrir því. „En þetta eru samt aðallega stuðningsköll, þær hafa staðið sig alveg frábærlega. Ég er ekkert að víla fyrir mér úrslitin. Öll umgjörð og annað hefur verið frábær.“ Þau ætla ekki að láta sitt eftir liggja í leiknum gegn Austurríki. Elstu systkinin, Urður og Tindur, eru nýfarin heim en aðrir ætla að láta vel í sér heyra í Rotterdam í kvöld. „Við verðum aðalfólkið,“ segir Ýr og greinlegt að mikil stemning er í hópnum, og gaman.„Þetta hefur verið alveg stórkostlegt,“ segir Jón EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda ræðir. Gunnhildur á sjö alsystkini sem öll eru mætt ásamt foreldrunum, Jóni Sæmundssyni og Laufeyju Ýr Sigurðardóttur, að styðja sína konu og landsliðið. „Ef ég hugsa til baka hugsa ég að við höfum aldrei verið saman erlendis síðan sú yngsta fæddist,“ segir Ýr. „Þetta er stór stund fyrir okkur en það vantar auðvitað Gunnhildi. Hún þarf að hanga með einhverju landsliði,“ grínast mamman með. Fjölskyldan heldur til í Amsterdam en heldur í dag til Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum á EM. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom Vesen á köttunum Fjölskyldan leigði sér óvenjulegt hús í gegnum Airbnb en stórt hús þarf til að hýsa hópinn sem taldi fjórtán þegar mest var. „Við leigðum gamla lögreglustöð sem er búið að umbreyta í heimili. Þetta er ótrúlegasta hús sem ég hef nokkurn tímann komið inn í,“ segir Ýr sem keypti þó að vissu leyti köttinn í sekknum. Reyndar tvo. Annar mígur út um allt og hinn er bókstaflega úti um allt. „Það hafa verið ýmsar uppákomur tengdar köttunum. Einn er ekki þrifaþjálfaður og svo erum við búin að týna einum. Þótt þeir séu bara tveir eru þeir á við fjórtán, vælandi og breimandi úti í garði,“ segir Ýr sem vissi ekki af því fyrr en út var komið að hún hefði samþykkt að passa kettina. „Ég fékk augngotur frá Nonna, hvað ég væri eiginlega búin að koma okkur út í,“ segir Ýr og hlær. Við þetta bættist að einn tengdasonurinn er með kattaofnæmi þannig að fjölskyldan er komin með nóg af köttum og ætlar að fara úr húsinu einum degi fyrr. Elfur Fríða vakti athygli ljósmyndara hjá Getty sem náði þessari flottu mynd af yngsta systkininu á leik Íslands og Sviss.Vísir/Getty Beðin um að tæma skrifstofuna Ýr er barnataugalæknir og starfar á barnaspítala í Orlando í Flórída. Þar búa fimm yngstu systkinin þau Ilmur, Þórunn, Sigurður Tumi, Sæmundur Tóki og Elfur Fríða sem er yngst, níu ára. Jón er framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni ENNEMM á Íslandi og þar búa Tindur, sem er þrítugur og elstur systkinanna, og Urður. Gunnhildur býr svo í Noregi þar sem hún spilar með Vålerenga. Allt þurfti að ganga upp til að fjölskyldan gæti mætt öll sem eitt til Hollands. Ýr óskaði eftir tveggja vikna fríi í Bandaríkjunum sem er ekki auðsótt mál. „Ef þú tekur meira en fjóra daga í frí heldur fólk að þú sért líklega hættur,“ segir Ýr og hlær. „Ég var beðin um að tæma skrifstofuna mína því þetta væri svo langt frí.“ Amma bjargaði málunum Þótt kettir séu ekki ofarlega á vinsældarlista fjölskyldunnar verður það sama ekki sagt um hunda. Þau eiga einn á Íslandi og þrjá í Ameríku. Amma Gunnhildar var einmitt fengin út til Orlando til að passa hundana svo allir hinir gætu skellt sér saman til Hollands. Fleiri hafi lagt hönd á plóg svo fjölskyldan gæti átt þessar stundir saman. „Ég fékk mömmu til að koma til Orlando til að passa hundana á meðan,“ segir Ýr. „Annars hefði hún líka verið í Hollandi. Amman tók hundapössunina á sig. Við erum með Stóran dana sem er í nýrnabilun en það var enginn tilbúinn að passa hann svo að amma hjúkrunarfræðingur var send á svæðið.“ Mæðgurnar eru miklir stuðboltar. Hér er Ýr búin að raka treyjunúmer dóttur sinnar í hnakkann.VísirHer Púertó Ríkana Foreldrar Gunnhildar og systkini styðja hana af krafti og mamman fór alla leið þegar hún lét raka töluna fimm í hnakkann á sér fyrir brottför frá Bandaríkjunum. „Ég var komin með heilan her Púertó Ríkana á rakarastofunni í þetta. Þeir eru allir búnir að adda Gunnhildi á Instagram,“ segir Ýr um nýja stuðningsmenn kvennalandsliðsins. Þeir hafi verið mjög spenntir og þá hefur greiðsla mömmunnar vakið athygli á Evrópumótinu. „Jú jú, það eru einhverjir að spyrja. Það er verst að þetta er aðeins að fölna. Ég þyrfti að komast á rakarastofu fyrir leikinn og láta raka inn í þetta.“ Fjölskyldan hefur fengið að hitta Gunnhildi tvisvar í ferðinni, meðal annars í grillveilsu hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir tapið gegn Sviss. „Það var meira þunglyndismómentið,“ segir Jón en þá kom í ljós að Ísland var úr leik eftir jafntefli Austurríkis og Frakklands. „Frakkarnir gátu ekki drullast til að vinna Austurríki. Það hefði mátt vera betri stemning en hún var samt fín.“Létu dómarana heyra það Fjölskyldan lætur vel í sér heyra, yngstu systkinin máluð í fánalitunum og dómararnir hafa fengið að heyra það frá foreldrunum. „Við sendum dómaranum tóninn. Það vantar ekkert. Ég tók að mér að hrauna yfir línuverðina og Nonni var á dómaranum,“ grínast Ýr en dómgæslan í leikjum Íslands til þessa hefur verið slök en öll liðin hafi fundið fyrir því. „En þetta eru samt aðallega stuðningsköll, þær hafa staðið sig alveg frábærlega. Ég er ekkert að víla fyrir mér úrslitin. Öll umgjörð og annað hefur verið frábær.“ Þau ætla ekki að láta sitt eftir liggja í leiknum gegn Austurríki. Elstu systkinin, Urður og Tindur, eru nýfarin heim en aðrir ætla að láta vel í sér heyra í Rotterdam í kvöld. „Við verðum aðalfólkið,“ segir Ýr og greinlegt að mikil stemning er í hópnum, og gaman.„Þetta hefur verið alveg stórkostlegt,“ segir Jón
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð