Stelpurnar spila í Kastalanum þar sem mávurinn var skotinn niður | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 25. júlí 2017 14:00 Kastalin og mávurinn. Stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í lokaleik sínum í C-riðli EM 2017 í fótbolta en leikurinn fer fram á Het Kasteel-vellinum í Rotterdam sem er heimavöllur Spörtu Rotterdam. Het Kasteel þýðir Kastalinn en völlurinn dregur nafn sitt af lítilli byggingu með tveimur turnum við suðurendann sem líkist kastala. Þetta er eini hluti vallarins sem hefur verið eins frá því hann var byggður árið 1916. Kastalinn var reglulega endurnýjaður á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en farið var í mestu endurbæturnar árið 1999. Völlurinn tekur 10.600 manns í sæti á EM og er því sá næstminnsti á mótinu. Afskaplega huggulegur völlur engu að síður.Mávurinn er til sýnis á De Kuip-safninu.Skotinn niður Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað í Kastalanum árið 1970 þegar að Sparta mætti erkifjendum sínum og samborgurum í Feyenoord í borgarslag í nóvember árið 1970. Markvörðurinn Eddy Treijtel, leikmaður Feyenoord, sparkaði þá niður máv með boltanum þegar að hann tók markspyrnu. Mávurinn lést en var stoppaður upp og er nú til sýnis á De Kuip, leikvangi Feyenoord. Það hefur farið í taugarnar á stuðningsmönnum Spörtu í 47 ár að mávurinn sé geymdur þar en ekki í Kastalanum. Þeir sem ætla að sjá þennan frægasta máv fótboltasögunnar þurfa samt sem áður að kaupa sér aðgang að safninu á De Kuip. Hér að neðan má sjá stutt innslag á hollensku þar sem Eddy Treijtel leikur þetta fræga atvik en það náðist ekki á myndband á sínum tíma. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 „Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í lokaleik sínum í C-riðli EM 2017 í fótbolta en leikurinn fer fram á Het Kasteel-vellinum í Rotterdam sem er heimavöllur Spörtu Rotterdam. Het Kasteel þýðir Kastalinn en völlurinn dregur nafn sitt af lítilli byggingu með tveimur turnum við suðurendann sem líkist kastala. Þetta er eini hluti vallarins sem hefur verið eins frá því hann var byggður árið 1916. Kastalinn var reglulega endurnýjaður á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en farið var í mestu endurbæturnar árið 1999. Völlurinn tekur 10.600 manns í sæti á EM og er því sá næstminnsti á mótinu. Afskaplega huggulegur völlur engu að síður.Mávurinn er til sýnis á De Kuip-safninu.Skotinn niður Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað í Kastalanum árið 1970 þegar að Sparta mætti erkifjendum sínum og samborgurum í Feyenoord í borgarslag í nóvember árið 1970. Markvörðurinn Eddy Treijtel, leikmaður Feyenoord, sparkaði þá niður máv með boltanum þegar að hann tók markspyrnu. Mávurinn lést en var stoppaður upp og er nú til sýnis á De Kuip, leikvangi Feyenoord. Það hefur farið í taugarnar á stuðningsmönnum Spörtu í 47 ár að mávurinn sé geymdur þar en ekki í Kastalanum. Þeir sem ætla að sjá þennan frægasta máv fótboltasögunnar þurfa samt sem áður að kaupa sér aðgang að safninu á De Kuip. Hér að neðan má sjá stutt innslag á hollensku þar sem Eddy Treijtel leikur þetta fræga atvik en það náðist ekki á myndband á sínum tíma.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59 Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00 Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24 EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30 „Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Januzaj mættur á túlípanahótelið hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar fengu óvæntan gest, og raunar gesti, á túlípanahótelið sitt í Ermelo í gær. 25. júlí 2017 08:59
Á þjóðin að safna fyrir KSÍ? Krafan um að U23-landslið kvenna verði sett á laggirnar er hávær en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sagðist í gær hafa barist fyrir því undanfarin ár. Þorkell Máni Pétursson segir þetta lykilatriði fyrir íslenska kvennaknattspyr 25. júlí 2017 06:00
Stelpurnar kveðja Eremelo „í tárum“ og halda til Rotterdam Liðið æfir á Spörtu leikvanginum í Rotterdam síðdegis. 25. júlí 2017 11:24
EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, stemningunni í Rotterdam og sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins. 25. júlí 2017 12:30
„Alltaf einhver sem hefur ekki stjórn á tilfinningum sínum“ Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir jákvæða og neikvæða umfjöllun á EM. 25. júlí 2017 13:00