Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:42 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í kvöld. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15
Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28
Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð