Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Íþróttadeild 365 skrifar 22. júlí 2017 18:09 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Fanndísar í dag. Vísir/getty Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Íslenska liðið þurfti því miður að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Sviss á EM í Hollandi í leik sem lauk rétt í þessu en eftir að hafa komist yfir náði Sviss að svara með tveimur mörkum. Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Íslands í dag að mati íþróttadeildar 365, kom Íslandi yfir en Lara Dickenmann sem var stálheppin að sleppa við rautt spjald jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Ramona Bachmann kom Sviss yfir í upphafi seinni hálfleiks og aftur átti Lara stóran þátt í markinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var nálægt því að verja skotið. Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði íslenska liðið ekki að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri Sviss. Einkunnir íþróttadeildar 365 má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6 Var grátlega nálægt því að verja skotið í fyrra marki Sviss og gat lítið gert í því síðara þar sem varnarleikur íslenska liðsins molnaði algjörlega. Greip annars vel inn í og skilaði boltanum vel út úr teignum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 6 Átti furðulega erfitt með að koma frá sér boltanum oft á tíðum miðað við að það er einn hennar mesti styrkleiki. Náði ekki að hreinsa frá í aðdraganda seinna marks Sviss. Alltaf sterk í návígum og les leikinn óttrúlega vel. Varði úr dauðafæri í uppbótartíma.Sif Atladóttir, miðvörður 6 Lenti í basli með sterka sóknarlínu Svisslendinga og náði ekki að drottna jafnmikið yfir varnarlínunni og í síðasta leik. Var í leikmanninum sem lagði upp fyrra mark Sviss. Var frábær síðustu mínútur leiksins og átti tvö geggjuð hlaup til baka og kom í veg fyrir mark ásamt Guggu.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Var afar örugg á boltanum á sínum öðrum leik á stórmóti og sýndi mikla yfirvegun þegar hún var sett undir pressu. Eins og aðrir varnarmenn Íslands hefði hún átt að gera betur í öðru marki Sviss.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri vængbakvörður 5 Átti í miklu basli með að senda boltann á samherja og var heppin að fá ekki dæmt á sig víti. Eins og síðast kemur ekki mikið út úr henni í sóknarleiknum. Staðsetningar hennar í leiknum alls ekki góðar.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Fyrirliðinn hljóp og hljóp og reyndi að fara fyrir sínu liði. Missti boltann nokkrum sinnum illa en hljóp þá strax til baka og vann hann oftast aftur. Gekk ekki nógu vel að spila boltanum frá sér.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 5 Náði ekki að fylgja eftir frábærri EM-frumraun. Var á eftir í alla bolta í fyrri hálfleik og fylgdi ekki eftir markaskorara Sviss í fyrra markinu heldur hljóp út úr teignum. Reif sig verulega í gang í seinni hálfleik.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 4 Ekki besti leikur Skagakonunnar. Var oft langt frá sínum mönnum og átti í miklu basli með návígin. Margir sendingafeilar hjá henni í dag.Katrín Ásbjörnsdóttir, hægri kantmaður 6 Var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Sú eina sem reyndi frá fyrstu mínútu að taka boltann niður, róa og koma honum í spil. Var öflug í pressunni og skilaði boltanum vel frá sér. Gerði lítið þær mínútur sem hún spilaði í seinni hálfleik.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Sást ekki framan af fyrri hálfleik en dúkkaði svo upp með fyrsta mark Íslands á mótinu. Hljóp úr sér lifur og lungu og átti gott skot eftir fínan einleik. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað með boltann þegar að hún fær hann.Dagný Brynjarsdóttir, framherji 7 Lagði upp mark Íslands með stórbrotinni sendingu og var nokkuð öflug í fyrri hálfleik þó hún hafi einstaka sinnum verið svolítið á eftir leikmönnum Sviss inn á miðjunni. Dró frekar mikið af henni í seinni hálfleik og þá kom ekki nógu mikið út úr henni í föstum leikatirðum.Varamenn:Agla María Albertsdóttir (Kom inn á fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur á 66. mínútu) 5 Var dugleg eftir að hún kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.Hólmfríður Magnúsdóttir (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 82. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn til að fá meiri sóknarþunga á hægri kantinn í stað Gunnhildar, komst ekki í takt.Harpa Þorsteinsdóttir (Kom inn á fyrir Sigríði Láru Garðarsdóttur á 88. mínútu) Lék ekki nógu lengi Kom inn og fékk uppbótartímann til að ná að pota inn jöfnunarmarkinu, þurfti að sækja aftarlega á völlinn til að komast í hann.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00 Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Stelpurnar í erfiðri stöðu eftir annað tapið Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. 22. júlí 2017 16:53
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð