Íslendingar á svæðinu eru um 3.000 og voru allir glaðbeittir í góða veðrinu í Doetinchem í dag. Stuðningsmannasvæðið er margfalt betra en í Tilburg og þar hægt að fá góðan mat og kalda drykki.
Leiktæki eru úti um allt fyrir börnin og svo púðar til að slaka á í sólinni. Nokkrir fótboltavellir eru til staðar og svo er hægt að fara í strandblak.
Innslag frá stuðningsmannasvæðinu má sjá í klippunni og fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir úr stemningunni.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá stemningunni í dag og neðst er svo myndaveisla.


