Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2017 14:14 Það hefur verið leiðindar rok á landinu sem hefur gert veiðimönnum erfitt fyrir. Mynd úr safni Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi verið veiðimönnum sérstaklega hliðhollt síðustu daga en hvassviðrið sem hefur geysað síðan á föstudag hefur gert veiðimönnum lífið leitt. Skilyrðin hafa verið vægast sagt öfgafull síðustu daga emð hvassviðri og mikilli sól á suður og vesturlandi sem fylgir nokkur eða mikill hiti yfir daginn. Fyrir norðan hefur verið hægari vindur víða en það kólnaði mikið frá síðustu helgi þegar það var um og yfir 20 stiga hiti og hæglætis veður alla daga. Það getur svo sem verið fínt veður í bleikjuveiði en heldur leiðinlegra þegar verið að kasta fyrir lax. Sem betur fer er skárra veður í kortunum hvað varðar vindstyrk en ekki er þó beinlínis hægt að segja að um neitt draumaveiðiveður sé að ræða en spáin frá Veðurstofunni segir Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Súld eða rigning á A-verðu landinu, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur hægari og víða smá skúrir á morgun, en léttskýjað V-til fram á kvöld. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast SV-lands, en 7 til 13 stig á N- og A-landi. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10 til 17 stig að deginum. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi verið veiðimönnum sérstaklega hliðhollt síðustu daga en hvassviðrið sem hefur geysað síðan á föstudag hefur gert veiðimönnum lífið leitt. Skilyrðin hafa verið vægast sagt öfgafull síðustu daga emð hvassviðri og mikilli sól á suður og vesturlandi sem fylgir nokkur eða mikill hiti yfir daginn. Fyrir norðan hefur verið hægari vindur víða en það kólnaði mikið frá síðustu helgi þegar það var um og yfir 20 stiga hiti og hæglætis veður alla daga. Það getur svo sem verið fínt veður í bleikjuveiði en heldur leiðinlegra þegar verið að kasta fyrir lax. Sem betur fer er skárra veður í kortunum hvað varðar vindstyrk en ekki er þó beinlínis hægt að segja að um neitt draumaveiðiveður sé að ræða en spáin frá Veðurstofunni segir Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Súld eða rigning á A-verðu landinu, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur hægari og víða smá skúrir á morgun, en léttskýjað V-til fram á kvöld. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast SV-lands, en 7 til 13 stig á N- og A-landi. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 10 til 17 stig að deginum.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði