Heilt lið af frönskum NBA-stjörnum mun missa af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 17:00 Tony Parker er hættur í franska landsliðinu og hann er ekki eina franska NBA-stjarnan sem missir af EM: Vísir/EPA Franska körfuboltalandsliðið er eins og það íslenska að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í körfubolta en Frakkar eru með okkur Íslendingum í riðli í Helsinki. Flestir af þekktustu leikmönnum Frakka verða ekki með á Eurobasket í ár sem ættu að vera ágætar fréttir fyrir íslenska liðið enda Frakkar illviðráðanlegir með fullskipað lið. Síðasta NBA-stjarna Frakka til að detta út var Timothe Luwawu-Cabarrot sem leikur með liði Philadelphia 76ers. Luwawu-Cabarrot er meiddur á hné og getur ekki gefið kost á sér. Luwawu-Cabarrot er 22 ára og 198 sentímetra skotbakvörður eða lítill framherji en hann var valinn í nýliðavali NBA sumarið 2016. Luwawu-Cabarrot var með 6,4 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 17,2 mínútum í leik í NBA-deildinni 2016-17. Hann bætist nú í hóp fleiri franskra stjarna sem eru forfallaðir á EM. Leikstjórnandinn Tony Parker, framherjinn Mickael Gelabale og kraftframherjinn Florent Pietrus hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna. Auk þeirra eru bakvörðurinn Nicolas Batum hjá Charlotte Hornets, miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz og miðherjinn Ian Mahinmi hjá Washington Wizards allir að glíma við meiðsli og geta því ekki verið með liðinu í Finnlandi. Parker, Batum og Gobert væru allir pottþéttir byrjunarliðsmenn væru þeir með en þeir Gelabale, Pietrus og Mahinmi hefðu örugglega fengið allir stórt hlutverk líka. NBA-leikmenn franska Eurobasket hópsins sem eftir standa eru Joffrey Lauvergne hjá Chicago Bulls, Evan Fournier hjá Orlando Magic, Boris Diaw hjá Utah Jazz, Yakuba Ouattara hjá Brooklyn Nets og Kevin Séraphin hjá Indiana Pacers. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Franska körfuboltalandsliðið er eins og það íslenska að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í körfubolta en Frakkar eru með okkur Íslendingum í riðli í Helsinki. Flestir af þekktustu leikmönnum Frakka verða ekki með á Eurobasket í ár sem ættu að vera ágætar fréttir fyrir íslenska liðið enda Frakkar illviðráðanlegir með fullskipað lið. Síðasta NBA-stjarna Frakka til að detta út var Timothe Luwawu-Cabarrot sem leikur með liði Philadelphia 76ers. Luwawu-Cabarrot er meiddur á hné og getur ekki gefið kost á sér. Luwawu-Cabarrot er 22 ára og 198 sentímetra skotbakvörður eða lítill framherji en hann var valinn í nýliðavali NBA sumarið 2016. Luwawu-Cabarrot var með 6,4 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 17,2 mínútum í leik í NBA-deildinni 2016-17. Hann bætist nú í hóp fleiri franskra stjarna sem eru forfallaðir á EM. Leikstjórnandinn Tony Parker, framherjinn Mickael Gelabale og kraftframherjinn Florent Pietrus hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna. Auk þeirra eru bakvörðurinn Nicolas Batum hjá Charlotte Hornets, miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz og miðherjinn Ian Mahinmi hjá Washington Wizards allir að glíma við meiðsli og geta því ekki verið með liðinu í Finnlandi. Parker, Batum og Gobert væru allir pottþéttir byrjunarliðsmenn væru þeir með en þeir Gelabale, Pietrus og Mahinmi hefðu örugglega fengið allir stórt hlutverk líka. NBA-leikmenn franska Eurobasket hópsins sem eftir standa eru Joffrey Lauvergne hjá Chicago Bulls, Evan Fournier hjá Orlando Magic, Boris Diaw hjá Utah Jazz, Yakuba Ouattara hjá Brooklyn Nets og Kevin Séraphin hjá Indiana Pacers.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik