Parísarbúar ætla að nota ÓL 2024 til að lífga við hrörlegasta hluta borgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 18:00 Eiffel-turninn og fáni með merki Ólympíuleikanna. Vísir/Getty Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira