Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Ritstjórn skrifar 1. ágúst 2017 12:00 Glamour/Getty Okkar allra besta Björk er þessa dagana á flakki um heiminn þar sem hún kemur fram á vel völdum hátíðum. Um helgina var hún stödd í Japan þar sem hún steig á svið á Fuji Rock hátíðinni. Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry. Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana. Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour
Okkar allra besta Björk er þessa dagana á flakki um heiminn þar sem hún kemur fram á vel völdum hátíðum. Um helgina var hún stödd í Japan þar sem hún steig á svið á Fuji Rock hátíðinni. Björk er yfirleitt í athyglisverðum fatnaði á sviði og engin undantekning þar á að þessu sinni en hún klæddist bleiku buxnasetti með pífum. Hönnuðurinn er nemandi við Central Saint Martins listaháskólann í London, Peter Movrin. Þá var hún með grímu yfir andlitinu eftir aðstoðarmann sinn og listamanninn James Merry. Það eru einfaldlega fáir sem komast með tærnar þar sem hún Björk hefur hælana.
Mest lesið Crocs skór á tískupallinn Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Tók dóttur sína með á tískusýningu Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour