Vatn og andi mannréttinda Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Það er nokkuð sennilegt að stríð framtíðarinnar verði háð um vatnið. Það er vatnið sem gerir líf mögulegt á okkar plánetu og sjálf erum við gerð úr vatni þar sem um 70% líkama okkar er H2O. Lengi höfum við tekið vatn sem sjálfsagðan hlut en nú með gífurlegri fjölgun mannkyns og stóraukinni vatnsnotkun þá er vart nóg fyrir alla. Allar heimsálfur glíma nú við vatnsskort, sumar í áratugi og ástandið fer hratt versnandi. Það á einnig við um hina gróðursælu og dulmögnuðu Suður-Afríku.Suður-Afríka, mannréttindi, vatnsréttindi Fyrir nokkrum vikum var þar haldin alþjóðleg ráðstefna um vatnsréttindi og náttúruvernd. Ráðstefnan var haldinn af anglikönsku biskupakirkjunni og reyndar í fjórum heimsálfum samtímis þar sem beintengt var milli hinnar fögru Höfðaborgar í Suður-Afríku, Melbourne í Ástralíu og svo New York og London á norðurhveli. Þar sem ekkert líf þrífst án vatns, þurfa allar þjóðir heims að kannast við að öll jarðarinnar börn eigi lögbundinn rétt til að njóta aðgangs að þeim helgidómi sem vatnið er. Einn helsti talsmaður vatnsins í Suður-Afríku og á heimsvísu er Dr. Thabo Makgoba, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar í Suður-Afríku. Thabo er annar arftaki Desmonds Tutu erkibiskups í embætti, eins virtasta trúarleiðtoga heims. Desmond Tutu, sem gegndi embætti erkibiskups frá 1986 til 1996, er oft nefndur í sömu andrá og Nelson Mandela, frelsishetja og fyrrum forseti Suður-Afríku, Dalaí Lama og jafnvel Mahatma Gandhi.Tutu, Dalaí Lama, Mandela og Gandhi Á meðan Nelson Mandela var í fangelsi barðist Desmond Tutu utan fangelsismúranna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og leiddi m.a. fjölmennar og áhrifamiklar mótmælagöngur út frá St. George dómkirkjunni í Höfðaborg og fjölmiðlar heimsins greindu frá. Þó svo að hann sé nú sestur í helgan stein þá er Tutu enn ákaflega áhrifamikill og orð hans hafa áhrif og vægi um allan heim. Tutu erkibiskup og búddíski trúarleiðtoginn Dalaí Lama, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður Tíbeta í baráttu þeirra við ofríki kínverska heimsveldisins, eru miklir vinir. Þeir hafa í raun brotið blað í samskiptum stóru trúarhefðanna, búddisma og kristni, með gagnkvæmri viðurkenningu og samtengingu trúarhefðanna. Hindúinn friðelskandi Mahatma Gandhi, pólitískur leiðtogi Indverja er fór fyrir friðsamlegri sjálfstæðishreyfingu Indlands, starfaði einnig í Suður-Afríku árin 1893-1914. Gandhi lagði vissan grunn að þeirri mannréttindabaráttu sem Mandela og Tutu voru síðar svo öflugir í, enda var Gandhi fyrirmynd þeirra beggja. Allir þessir fjórir leiðtogar og sögulegu mikilmenni sem hér eru nefnd hafa unnið með afgerandi hætti að framgangi mannréttinda með friðsamlegum hætti. Dr. Thabo Makgoba sem, ásamt eiginkonu sinni Lungi, starfar í þessum sama anda, hefur gegnt embætti erkibiskups anglikönsku kirkjunnar í Suður-Afríku í um áratug. Hann er 53 ára gamall og þykir varfærinn en um leið framsækinn trúarleiðtogi. Heima við bíða hans mörg krefjandi viðfangsefni. Tíðni HIV/AIDS er hærri í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi. Pólitísk spilling er mikil og gróflega er gengið á vatnsbirgðir landsins. Thabo segir sjálfur frá því með bros á vör að hann sé í hæðnistón kallaður „klósettbiskupinn“ af andstæðingum sínum. Ástæðan er sú mikla áhersla sem hann leggur á brýna þörf almennings fyrir hreinlætisaðstöðu og að rennandi vatn sé aðgengilegt öllum. En vel innan við helmingur landsmanna hefur þar aðgang að vatni á heimilum sínum og víða þurfa konur að ganga daglega heilu kílómetrana eftir vatni og fjölmörg börn deyja vegna mengaðs vatns.Andi mannkyns í Reykjavík Fyrir skömmu var hér haldin alþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni Andi mannkyns (Spirit of Humanity). Þar komu saman víðsvegar að úr heiminum, andlegir og trúarlegir leiðtogar, fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og stjórnendur til að ræða andlegu hliðina á þeirri vá sem að mannkyni steðjar. Það gefur óvænta von að sjá þar nýjar áherslur andlegra leiðtoga og trúarstofnana á umhverfisvernd. Það eykur lífsgleði að greina sameinaðar áherslur ólíkra trúarbragða í því markmiði að hlúa að jörðinni og vinna gegn loftslagsbreytingum og sameinast um helgi vatnsins. Það er tími til kominn að trúarbrögðin sameinist í því að viðhalda fjölbreytileika lífsins og stuðli að samhljómi manns og móður jarðar. Við höfum séð nóg af því hvernig trúarbrögð hafa verið notuð til aðgreiningar og sundrungar allt frá ættbálkadeilum til menningarátaka þar sem fólskulegum hryðjuverkum er beitt.Trúarbrögð til sameiningar Trúarbrögðin búa yfir einstökum leiðum til að ná til fjöldans, leiðum sem pólitísk hugmyndakerfi eða alþjóðlegar stofnanir ráða ekki yfir. Nú til sameiningar og viðhalds lífs, ekki sundrungar. Vegna þess að vatnið er forsenda alls lífs þá verðum við að tryggja öllum greiðan aðgang að hreinu og drykkjarhæfu vatni. Í flestum trúarbrögðum veraldar gegnir vatnið miðlægu hlutverki. Í okkar kristnu arfleifð er skírnarsakramentið t.a.m. miðlægt og þar er kjarninn einmitt vatn og andi. Helgisiðir hinna ólíku trúarbragða tengdir vatni eru margvíslegir en hafa þó flestir með viðhald lífs að gera; endurfæðingu, sköpun, iðrun, helgun, hreinsun og frelsun. Helgisiðirnir kunna að vera ólíkir frá vöggu til grafar eftir menningarsiðum og trúarhefðum. En það sem við eigum sameiginlegt í mennsku okkar er mun mikilvægara en það sem sundur greinir. Það er alveg á tæru eins og ferskt heilagt vatn.Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nokkuð sennilegt að stríð framtíðarinnar verði háð um vatnið. Það er vatnið sem gerir líf mögulegt á okkar plánetu og sjálf erum við gerð úr vatni þar sem um 70% líkama okkar er H2O. Lengi höfum við tekið vatn sem sjálfsagðan hlut en nú með gífurlegri fjölgun mannkyns og stóraukinni vatnsnotkun þá er vart nóg fyrir alla. Allar heimsálfur glíma nú við vatnsskort, sumar í áratugi og ástandið fer hratt versnandi. Það á einnig við um hina gróðursælu og dulmögnuðu Suður-Afríku.Suður-Afríka, mannréttindi, vatnsréttindi Fyrir nokkrum vikum var þar haldin alþjóðleg ráðstefna um vatnsréttindi og náttúruvernd. Ráðstefnan var haldinn af anglikönsku biskupakirkjunni og reyndar í fjórum heimsálfum samtímis þar sem beintengt var milli hinnar fögru Höfðaborgar í Suður-Afríku, Melbourne í Ástralíu og svo New York og London á norðurhveli. Þar sem ekkert líf þrífst án vatns, þurfa allar þjóðir heims að kannast við að öll jarðarinnar börn eigi lögbundinn rétt til að njóta aðgangs að þeim helgidómi sem vatnið er. Einn helsti talsmaður vatnsins í Suður-Afríku og á heimsvísu er Dr. Thabo Makgoba, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar í Suður-Afríku. Thabo er annar arftaki Desmonds Tutu erkibiskups í embætti, eins virtasta trúarleiðtoga heims. Desmond Tutu, sem gegndi embætti erkibiskups frá 1986 til 1996, er oft nefndur í sömu andrá og Nelson Mandela, frelsishetja og fyrrum forseti Suður-Afríku, Dalaí Lama og jafnvel Mahatma Gandhi.Tutu, Dalaí Lama, Mandela og Gandhi Á meðan Nelson Mandela var í fangelsi barðist Desmond Tutu utan fangelsismúranna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og leiddi m.a. fjölmennar og áhrifamiklar mótmælagöngur út frá St. George dómkirkjunni í Höfðaborg og fjölmiðlar heimsins greindu frá. Þó svo að hann sé nú sestur í helgan stein þá er Tutu enn ákaflega áhrifamikill og orð hans hafa áhrif og vægi um allan heim. Tutu erkibiskup og búddíski trúarleiðtoginn Dalaí Lama, sem hefur um árabil verið helsti talsmaður Tíbeta í baráttu þeirra við ofríki kínverska heimsveldisins, eru miklir vinir. Þeir hafa í raun brotið blað í samskiptum stóru trúarhefðanna, búddisma og kristni, með gagnkvæmri viðurkenningu og samtengingu trúarhefðanna. Hindúinn friðelskandi Mahatma Gandhi, pólitískur leiðtogi Indverja er fór fyrir friðsamlegri sjálfstæðishreyfingu Indlands, starfaði einnig í Suður-Afríku árin 1893-1914. Gandhi lagði vissan grunn að þeirri mannréttindabaráttu sem Mandela og Tutu voru síðar svo öflugir í, enda var Gandhi fyrirmynd þeirra beggja. Allir þessir fjórir leiðtogar og sögulegu mikilmenni sem hér eru nefnd hafa unnið með afgerandi hætti að framgangi mannréttinda með friðsamlegum hætti. Dr. Thabo Makgoba sem, ásamt eiginkonu sinni Lungi, starfar í þessum sama anda, hefur gegnt embætti erkibiskups anglikönsku kirkjunnar í Suður-Afríku í um áratug. Hann er 53 ára gamall og þykir varfærinn en um leið framsækinn trúarleiðtogi. Heima við bíða hans mörg krefjandi viðfangsefni. Tíðni HIV/AIDS er hærri í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi. Pólitísk spilling er mikil og gróflega er gengið á vatnsbirgðir landsins. Thabo segir sjálfur frá því með bros á vör að hann sé í hæðnistón kallaður „klósettbiskupinn“ af andstæðingum sínum. Ástæðan er sú mikla áhersla sem hann leggur á brýna þörf almennings fyrir hreinlætisaðstöðu og að rennandi vatn sé aðgengilegt öllum. En vel innan við helmingur landsmanna hefur þar aðgang að vatni á heimilum sínum og víða þurfa konur að ganga daglega heilu kílómetrana eftir vatni og fjölmörg börn deyja vegna mengaðs vatns.Andi mannkyns í Reykjavík Fyrir skömmu var hér haldin alþjóðleg ráðstefna undir yfirskriftinni Andi mannkyns (Spirit of Humanity). Þar komu saman víðsvegar að úr heiminum, andlegir og trúarlegir leiðtogar, fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og stjórnendur til að ræða andlegu hliðina á þeirri vá sem að mannkyni steðjar. Það gefur óvænta von að sjá þar nýjar áherslur andlegra leiðtoga og trúarstofnana á umhverfisvernd. Það eykur lífsgleði að greina sameinaðar áherslur ólíkra trúarbragða í því markmiði að hlúa að jörðinni og vinna gegn loftslagsbreytingum og sameinast um helgi vatnsins. Það er tími til kominn að trúarbrögðin sameinist í því að viðhalda fjölbreytileika lífsins og stuðli að samhljómi manns og móður jarðar. Við höfum séð nóg af því hvernig trúarbrögð hafa verið notuð til aðgreiningar og sundrungar allt frá ættbálkadeilum til menningarátaka þar sem fólskulegum hryðjuverkum er beitt.Trúarbrögð til sameiningar Trúarbrögðin búa yfir einstökum leiðum til að ná til fjöldans, leiðum sem pólitísk hugmyndakerfi eða alþjóðlegar stofnanir ráða ekki yfir. Nú til sameiningar og viðhalds lífs, ekki sundrungar. Vegna þess að vatnið er forsenda alls lífs þá verðum við að tryggja öllum greiðan aðgang að hreinu og drykkjarhæfu vatni. Í flestum trúarbrögðum veraldar gegnir vatnið miðlægu hlutverki. Í okkar kristnu arfleifð er skírnarsakramentið t.a.m. miðlægt og þar er kjarninn einmitt vatn og andi. Helgisiðir hinna ólíku trúarbragða tengdir vatni eru margvíslegir en hafa þó flestir með viðhald lífs að gera; endurfæðingu, sköpun, iðrun, helgun, hreinsun og frelsun. Helgisiðirnir kunna að vera ólíkir frá vöggu til grafar eftir menningarsiðum og trúarhefðum. En það sem við eigum sameiginlegt í mennsku okkar er mun mikilvægara en það sem sundur greinir. Það er alveg á tæru eins og ferskt heilagt vatn.Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun