Græðgi og skortur Árný Björg Blandon skrifar 12. ágúst 2017 21:18 Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun