Rúmlega áttatíu manns missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 11:45 Frá íbúafundinum í Stapanum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. vísir/ernir Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“ United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Rúmlega áttatíu manns munu missa vinnuna verði kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík lokað. Þetta segir Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Vísi en í vikunni sendi Umhverfisstofnun forsvarsmönnum verksmiðjunnar bréf þar sem þeim var tilkynnt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður þann 10. september svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði á verksmiðjunni fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Ítrekað hafa komið upp vandamál í verksmiðjunni sem meðal annars hafa valdið lyktarmengun og veikindum hjá einhverjum íbúum Reykjanesbæjar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Einar Már Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík, að hann teldi einu lausnina á vanda verksmiðjunnar vera þá að loka henni. Sjá einnig:Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Fjölmennur íbúafundur var í Stapanum í Reykjanesbæ vegna starfsemi United Silicon enda margir íbúar í bænum afar ósáttir við starfsemi verksmiðjunnar og mengunina sem henni fylgir. Sagði Einar í gær að íbúarnir vilji ekki lengur vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur.Liggur fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi Kristleifur vill ekkert tjá sig um íbúafundinn eða það sem fram fór á honum. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um bréf Umhverfisstofnunar til verksmiðjunnar en forsvarsmenn hennar hafa til 30. ágúst til að bregðast við bréfinu. Hann segir þó alveg liggja fyrir að verksmiðjan virkar ekki sem skyldi. Í viðtali fréttastofu við Einar Má í gær sagðist hann telja að flestir starfsmenn kísilverksmiðjunnar væru erlent vinnuafl sem ráðið hefði verið í gegnum starfsmannaleigur. Kristleifur segir þetta af og frá. „Það er enginn starfsmaður hér í gegnum starfsmannaleigu. Langflestir starfsmennirnir okkar eru íbúar í Reykjanesbæ og greiða gjöld sín þangað,“ segir Kristleifur.En hversu margir missa vinnuna ef verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt? „Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega áttatíu manns. En síðan er auðvitað gríðarlega mikið í kringum þetta eins og hjá höfninni, það eru margir starfsmenn sem vinna þar og síðan er ýmis önnur þjónusta við fyrirtækið og við höfum einsett okkur að nýta sem mest þjónustu í Reykjanesbæ. Þannig að það er erfitt að skjóta á þetta en þetta er talsvert fleiri en þessir áttatíu starfsmenn verksmiðjunnar.“
United Silicon Tengdar fréttir „Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45 Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00 Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Við viljum ekkert vera tilraunadýr stóriðjunnar lengur“ Formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík telur einu lausnina á vanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vera að loka henni. 24. ágúst 2017 14:45
Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbætur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfisstofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 24. ágúst 2017 05:00
Hætta ekki fyrr en stóriðjan stöðvast Íbúafundur í Reykjanesbæ samþykkti ályktun um að biðla til Almannavarna að grípa inn í vegna United Silicon. Skipuleggjendur stefna á málsókn til að loka verksmiðjunni. 25. ágúst 2017 06:00