Gylfi skoraði þá eitt af mörkum ársins af um 50 metra færi. Einstakt mark.
„Ég sá markið en ég held að einhverjir á bekknum hafi misst af því. Þetta var ótrúlegt. Ég get ekki orðað það öðruvísi,“ sagði Koeman sem kunni nú að sparka ágætlega í bolta sjálfur á sínum tíma.
„Þú þarft að vera mjög útsjónarsamur til þess að sjá þetta tækifæri. Það eru bara búnar 2-3 vikur af tímabilinu og mark ársins gæti verið komið.“
| THIS is how you score your first goal for #EFC!! #EFCawayday #UEL pic.twitter.com/zfGQF74gIe
— Everton (@Everton) August 24, 2017