Ánægð með að líkið hafi fundist Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Danskar björgunarsveitir aðstoðuðu í gær lögregluna við að leita að líkamshlutum af Kim Wall í Kalvebod Fælled í Kaupmannahöfn. Búkurinn fannst 21. ágúst. F vísir/epa Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira