
Velferð dýra og manna
Að lina þjáningar
Matvælastofnun kom að þessu máli ásamt sjálfstætt starfandi dýralæknum til að lina þjáningar lítt eða ótaminna graðhesta sem voru slasaðir eftir átök. Ekki var unnt að fanga hrossin og setja á þau múl eða skorða þannig að hægt væri að meðhöndla þau svo öruggt væri. Dýralæknir úrskurðaði að aflífa þyrfti nokkur hross þar sem meðhöndlun sára þeirra var ekki möguleg. Í samráði við eiganda var aflífun því framkvæmd á staðnum með skjótum hætti. Matvælastofnun gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu kostnaðar við þjónustu dýralækna vegna slasaðra hrossa sem hægt var að meðhöndla.
Tortryggni
Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð tortryggni í garð héraðsdýralæknis sem upplýsti að mannúðlega hafi verið staðið að verki og að hrossin hafi drepist samstundis, en þau voru skotin af stuttu færi og blóðguð strax. Í texta með mynd í blaðinu er fullyrt að tveir graðhestar hafi ekki drepist fyrr en þeir voru komnir nokkuð langt frá gerði þar sem aflífun fór fram. Auk þess er fullyrt að eitt hross hafi flækst í girðingu. Ýjað er að því sama í texta fréttarinnar. Hið rétta er að hræin voru dregin til eftir aflífun til að koma þeim úr augsýn hrossa sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið féll undir gerðið við aflífun og valt niður brekkuna fyrir neðan. Það útskýrir hvers vegna það hræ er lengra frá gerðinu en önnur. Dýralæknir sem var á svæðinu hefur einnig staðfest eftir skoðun mynda að hræ hafi verið flutt enn frekar til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu svæðið.
Brot á lögum og reglum
Fullyrt er að Matvælastofnun hafi ekki farið að reglum um velferð hrossa við aflífun. Þetta er rangt. Undir þeim kringumstæðum sem þarna voru, villtir og skelfdir graðhestar sem ekki var hægt að nálgast nema leggja sig í lífshættu, var ekki val á öðru en að aflífa hrossin á staðnum. Það væri andstætt lögum um velferð dýra að bregðast ekki við, því eigandi er skyldugur að láta meðhöndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt að öllum þáttum sem varða kröfur um aflífun með sársaukalausum hætti og þannig að önnur dýr yrðu þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki að þola óþarfa þjáningu og hræðslu. Það er ólíku saman að jafna að aflífa tamið hross sem hægt er að fanga og halda rólegu þannig að skot í höfuð sé nákvæmt eins og reglur segja til um.
Ábyrgð eiganda og förgun hræja
Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi tekið hrossin úr vörslu eiganda, en dýralæknar engu að síður gengið burt að lokinni aflífun og falið eigendum förgun hræjanna. Hið rétta er að engin vörslusvipting fór fram. Því hafði Matvælastofnun hvorki ábyrgð eða forræði á förgun. Það sem eftir stendur í fréttinni er því sú staðreynd að eigandi hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður en úr því var bætt að kröfu Matvælastofnunar.
Lokaorð
Markmið Matvælastofnunar með aðkomu að þessu máli var að koma dýrum í neyð og eigendum þeirra til aðstoðar. Það sama á við um dýralækna sem kallaðir voru til. Þeir sem hafa átt við ótamda og hrædda graðhesta þekkja að það getur verið hættulegt og er velferð manna þá einnig í húfi. Það er því ekki verjandi að tortryggja að ósekju störf fólks sem setur sig í hættu við að lina þjáningar slasaðra graðhesta. Nálgast má nánari upplýsingar og leiðréttingar við umrædda umfjöllun á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.
Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.
Athugasemd ritstjórnar
Fréttablaðið fagnar því að geta birt athugasemdir Matvælastofnunar (MAST). Ritstjórnin vekur athygli á því að fyrr í síðustu viku var birt leiðrétting á atriðum upphaflegu fréttarinnar er vörðuðu vörslusviptingu á hrossum. Ritstjórn hefur leitað upplýsinga hjá þeim sem þekkja vel til hrossaræktar sem staðfesta athugasemdir MAST varðandi þá hættu sem skapast þegar átt er við skelfda graðhesta og þær aðferðir við aflífun sem eru mögulegar undir slíkum kringumstæðum. Leiðréttist það hér með. Ritstjórn hefur hins vegar hvorki fengið útskýringar á því af hverju hræ hrossanna voru flutt til né af hverju þeim var ekki fargað fyrr en nokkrum dögum eftir að hrossin voru aflífuð.
Tengdar fréttir

Hrossin eins og hráviði einni viku síðar
Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland.

MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn
Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar