Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 23:21 Varað hafði verið við sprengingu í efnaverksmiðju Arkema. Lögreglumenn veiktust af gufunum sem bárust frá eldi sem logaði í henni. Vísir/AFP Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47