Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2017 12:49 Fellibylurinn Irma gengur yfir hafsvæði norður af Hispanola-eyju í dag. Vísir/AFP Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15