Króatar og Rússar áfram með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 16:47 Bojan Bogdanovic hefur skorað yfir 20 stig í öllum þremur leikjum Króata á EM. vísir/epa Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira