Ensku stórliðin mæta aftur til leiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 07:00 Stórvinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku hafa fagnað mörgum mörkum í upphafi tímabils. vísir/getty Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Stórleikur kvöldsins fer fram í Barcelona þar sem heimamenn mæta Juventus í D-riðli. Þessi lið mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Börsungar höfðu betur, 3-1. Juventus, sem hefur orðið ítalskur meistari sex ár í röð, fór einnig í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði 4-1 fyrir Real Madrid. Í hinum leik D-riðilsins mætast Olympiacos og Sporting. Hvorugt þessara liða ætti að ógna Barcelona og Juventus. Manchester United er komið aftur í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Evrópudeildarmeistararnir fá Basel í heimsókn í A-riðli í kvöld. Basel hefur oft gert enskum liðum grikk í Meistaradeildinni og henti United meðal annars úr keppni 2012. Benfica og CSKA Moskva mætast svo í Lissabon í sama riðli. Neymar og Kylian Mbappé þreyta frumraun sína með Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni þegar liðið sækir Celtic heim á Celtic Park. Í hinum leik B-riðilsins fær Bayern München Anderlecht í heimsókn á Allianz Arena. Líkt og United er Chelsea aftur komið í Meistaradeildina eftir árs fjarveru. Englandsmeistararnir hefja leik gegn Qarabag frá Aserbaísjan. Hinn leikurinn í C-riðli er einkar áhugaverður en þar tekur Roma á móti Atlético Madrid sem hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Fjórir leikir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld og þá verður hægt að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í Meistaradeildarmessunni með Gumma Ben.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira