Bein útsending: Íbúum í Jacksonville sagt að flýja söguleg flóð Kjartan Kjartansson, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. september 2017 05:52 Skútum og bátum hefur skolað upp á land í veðurofsanum á Flórída. Vísir/AFP Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Fellibylurinn Irma Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira