Rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2017 10:15 Hægt er að ganga kringum verkið á gólfinu og líka njóta þess ofan af svölum. Mynd/Vigfús Birgisson Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma. Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kapella og kjallari St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem áður var beðist fyrir og lík voru lögð til, er nú vettvangur vídeólistar Sigurðar Guðjónssonar myndlistarmanns. Innljós nefnist sýningin hans sem samanstendur af þremur verkum, einu í kapellunni og tveimur niðri í kjallara. „Þetta byrjaði með því að Listasafn ASÍ tók ákvörðun um að setja upp sýningar í ýmsum bæjum og Hafnarfjörður varð fyrst fyrir valinu. Við Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnsins, fórum í vettvangsferðir að skoða húsnæði og fannst kapellan strax hentugur staður fyrir það sem við ætluðum að gera,“ segir Sigurður og kveðst nýta aðstæðurnar á vissan hátt, til dæmis gólfið í kapellunni fyrir myndvörpun. „Áhorfandinn getur gengið kringum verkið og upplifað það eins og skúlptúr. Líka farið upp á svalir og horft yfir. Öllum verkunum fylgja hljóð sem unnin eru út frá myndefninu og hljómburðurinn er mjög góður á staðnum þannig að rétta andrúmsloftið skapast í kapellunni.“Sigurður hefur meðal annars sýnt í Berlín, New York, Lundúnum, Peking og Seúl. Mynd/Vigfús BirgissonSpurður hvað hann sé að segja með sýningunni svarar Sigurður: „Það er undir hverjum og einum komið að skynja og sjá sitt út úr verkunum en hreyfing og tímaelementið eru lykilatriði. Ég er ekki að vinna með nein ákveðin skilaboð heldur snýst sýningin um marglaga upplifun og heildarvirkni. Því er betra að hafa góðan tíma til að fara á milli verkanna og dvelja við þau.“ St. Jósefsspítali er við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Sýningin Innljós er opin þar miðvikudaga til sunnudaga frá 12 til 17 fram í miðjan október og opnuð fyrir hópa utan reglulegs opnunartíma.
Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira