Axel: Bara naglar sem standa í markinu í stuttbuxum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:17 Axel Stefánsson var ánægður með margt. vísir/stefán Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45