Vilja göng milli lands og Eyja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 21:19 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Samgöngur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Samgöngur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira