„Fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika“ Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 16:31 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira