Framsóknarmenn í Kópavogi hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Ályktun þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi Framsóknarfélaganna í Kópavogi í morgun.
„Fundur framsóknarfélaganna í Kópavogi haldinn 23. september 2017 skorar á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér til að vera í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis," segir í tilkynningu frá Framsóknarmönnum í Kópavogi.
Willum var alþingismaður Framsóknarflokksins frá 2013-2016 en komst ekki inn á þing eftir síðustu kosningar. Willum var í öðru sæti í suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn en þar náðu Framsóknarmenn aðeins einum manni inn. Hann starfar nú sem þjálfari Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum
Anton Egilsson skrifar
