Hringbraut greindi frá því að ýmsir innan Samfylkingarinnar hafi þrýst á Loga; að færa sig suður og bjóða sig fram í Reykjavík. En, Logi girðir umsvifalaust fyrir þann möguleika á Facebook.
„Ég er Akureyringur, ættaður frá Eskifirði, hef búið á Húsavík og Ólafsfirði, spilað fótbolta með Árskógströnd og Grenivík, sótt sjóinn frá Fáskrúðsfirði og spilað á sveitaböllum víða um Norð-Austurland.“
Logi, sem uppsker nokkurn fögnuð á samskiptamiðlunum vegna þessarar afgerandi yfirlýsingar, segir að sitt aðalheimili sá á Akureyri, „þar búa stelpurnar mínar og köttur. Ég greiði útsvar til sveitarfélagsins sem sér m.a. um menntun barnsins míns.“
Hann tekur fram að þó hann ætli sér að berjast fyrir hagsmunum allra Íslendinga, þá liggi rætur hans í þeim fjórðungi og þar mun hann bjóða sig fram.