Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2017 06:00 Trump fundaði með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira