Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 06:43 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að stofna sérstaka öryggisstofnun. Vísir/Vilhelm Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. Þá á að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem verður á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Markmið hennar er sagt vera að samþætta félags- og geðheilbrigðisþjónustu við þennan viðkvæma hóp. „Um er að ræða einstaklinga sem geta verið sjálfum sér og öðrum hættulegir en hafa fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Þessir einstaklingar glíma gjarnan við alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir og geta verið ósakhæfir, en einnig sakhæfir sem lokið hafa afplánun og þurfa mikinn stuðning í samfélaginu utan réttarvörslukerfis,“ segir á vef stjórnarráðsins. Jafnframt ætli ríkisstjórnin í fleiri aðgerðir vegna þessa. Forsætisráðuneytið muni hafa forystu um mótun heildarstefnu verklags og ábyrgðarskiptingu í málaflokknum. Jafnframt er talað um að félags- og húsnæðismálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra muni koma að aðgerðum tengdum honum. Mál Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð hjónum á Neskaupsstað að bana fyrrasumar en var metinn ósakhæfur, hefur verið mikið í deiglunni. Greint hefur verið frá því að Alfreð hefði, samkvæmt dómsúrskurði, átt að vera nauðungarvistaður þegar hjónin voru drepin. „Málefni þessa hóps hafa lengi verið í deiglunni, allt frá síðustu öld, og hefur ekki tekist að ná tilhlýðilega utan um þau,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. „Hér er um að ræða viðkvæman hóp einstaklinga og fjölskyldna þeirra og hefur úrræðaleysi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sem og mikinn samfélagslegan kostnað.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Landspítalinn Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira
Þá á að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem verður á vegum félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Markmið hennar er sagt vera að samþætta félags- og geðheilbrigðisþjónustu við þennan viðkvæma hóp. „Um er að ræða einstaklinga sem geta verið sjálfum sér og öðrum hættulegir en hafa fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Þessir einstaklingar glíma gjarnan við alvarlegar þroska- og/eða geðraskanir og geta verið ósakhæfir, en einnig sakhæfir sem lokið hafa afplánun og þurfa mikinn stuðning í samfélaginu utan réttarvörslukerfis,“ segir á vef stjórnarráðsins. Jafnframt ætli ríkisstjórnin í fleiri aðgerðir vegna þessa. Forsætisráðuneytið muni hafa forystu um mótun heildarstefnu verklags og ábyrgðarskiptingu í málaflokknum. Jafnframt er talað um að félags- og húsnæðismálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra muni koma að aðgerðum tengdum honum. Mál Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð hjónum á Neskaupsstað að bana fyrrasumar en var metinn ósakhæfur, hefur verið mikið í deiglunni. Greint hefur verið frá því að Alfreð hefði, samkvæmt dómsúrskurði, átt að vera nauðungarvistaður þegar hjónin voru drepin. „Málefni þessa hóps hafa lengi verið í deiglunni, allt frá síðustu öld, og hefur ekki tekist að ná tilhlýðilega utan um þau,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. „Hér er um að ræða viðkvæman hóp einstaklinga og fjölskyldna þeirra og hefur úrræðaleysi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sem og mikinn samfélagslegan kostnað.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Landspítalinn Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira