Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Uppreist æru Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Uppreist æru Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira