Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 13:45 Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11