Ertu til í að vinna sex vikur á ári fyrir krónuna? Benedikt Jóhannesson skrifar 6. október 2017 07:00 Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,75 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar