Vísir efur áður greint frá því að Gunnar hafi ætlað að ganga til liðs við hinn nýja flokk. Sagðist hann ætla að aðstoða Sigmund í kosningabaráttunni en að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um framboð fyrir flokkinn. Morgunblaðið fullyrðir svo í dag að hann ætli að fara fram fyrir Miðflokkinn en treystir sér þó ekki að segja í hvaða kjördæmi.
Sjá einnig: Gunnar Bragi segir sig úr Framsóknarflokknum
Líklegt verður þó að teljast að hann muni leiða lista þess kjördæmis, enda með reynslu af oddvitasætinu eftir framboð fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Eftir að honum barst óvænt móframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni í september, sem sagt er runnið undan rifjum kaupfélagsins í Skagafirði, ákvað Gunnar þó að segja skilið við Framsókn - með mikilli sorg en sáttur með framlag sitt.
Hér að neðan má sjá þegar Gunnar tilkynnti um inngöngu sína í miðflokkinn.