Græn framtíð Björt Ólafsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Björt Ólafsdóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar