Börnin, skólar og símar Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2017 11:59 Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar