Tvær konur eru dánar eftir að maður réðst á þær með hnífi og stakk til bana á lestarstöð í Marseille í dag. Árásarmaðurinn, sem sagður er hafa öskrað „allahu akhbar“ (Guð er mikill) á meðan á árásinni stóð, var skotinn til bana af hermönnum. Lögreglan hefur beðið íbúa um að forðast svæðið í dag.
Samkvæmt frétt Le Monde lítur lögreglan á árásina sem hryðjuverk.
Innanríkisráðherra Frakklands, Gerard Collomb, segist vera á leið til Marseille og að árásin hafi verið gerð á Saint Charles lestarstöðinni.
Neyðarástandi var lýst yfir í Frakklandi í janúar árið 2015 þegar árás var gerð á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo. Síðan þá hafa um sjö þúsund hermenn haldið til á götum borga Frakklands. Samkvæmt frétt AFP hafa 239 dáið í hryðjuverkaárásum.
Tvær konur myrtar í hnífaárás í Marseille
Samúel Karl Ólason skrifar
