Allt byrjaði þetta er Ashley Williams, fyrirliði Everton, henti markverði Lyon af velli með látum.
Það kunnu leikmenn Lyon ekki að meta og gerðu aðsúg að Williams. Sá var brjálaður og sló til leikmanna Lyon. Williams slapp með gult spjald.
Einn stuðningsmaður Everton mætti í lætin með ungabarn í hendi. Ungabarnið stöðvaði hann ekki frá því að slá til leikmanna Lyon og mátti þakka fyrir að vera ekki laminn til baka.
Á myndbandinu hér að neðan sést vel til föðurins sem líklega fær símtal frá barnaverndarnefnd á morgun.