Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla Elvar Örn Arason skrifar 18. október 2017 07:00 Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar