Að þeir fái mest sem helst þurfa Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 16. október 2017 15:15 Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar