
Að gefa dauðum hesti að éta
Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla.
Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum.
Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir.
Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það.
Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.
Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar