1,1 milljarður króna í ósóttar bætur Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 12:52 Una Jónsdóttir segir það vera áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. Íbúðalánasjóður Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una. Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una.
Húsnæðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira