Allt Stefaníu að þakka Benedikt Bóas skrifar 14. október 2017 10:30 Hjónin brosa út að eyrum þessa dagana þrátt fyrir óvissuna fram undan. Birkir talar fallega um Stefaníu og þakkar henni fyrir að ferill hans fór á flug. „Ég á lítið sameiginlegt með flestum í þessu landsliði ef maður lítur á það blákalt. Samt eru þetta auðveldir menn að umgangast. Það er hægt að vera með þeim í fleiri fleiri vikur án þess að fá leiða á þeim,“ segir landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson. Birkir á fjögur börn, ekur um á Volvo XC 60, spilar hokkíleik í PlayStation þegar hann er á landsliðsferðum, hlustar á þungarokk og er ekki virkasti maður í heimi á samfélagsmiðlum. Hann hefur spilað 76 landsleiki og skorað eitt mark. Þrátt fyrir að börn bíði ekkert endilega í röðum eftir að fá eiginhandaráritun frá honum er ljóst að virðingin sem er borin fyrir honum er ómæld enda flestir sammála um að hjartað í honum sé gert úr gulli.Birkir spilaði sinn fyrsta landsleik í júní 2006 í 1:1 jafntefli gegn Liechtenstein. Nú eru landsleikirnir orðnir 76 og hefur hann skorað eitt mark.Þannig gaf hann fötluðum stuðningsmanni treyjuna sína sem hann spilaði í á móti Tyrkjum, hefur stutt við bakið á Ingólfi Sigurðssyni og aukinni fræðslu um geðheilbrigði og sá aumur á grátandi föður sem fékk ekki miða á landsleikinn gegn Kósóvó og bjargaði feðgunum. Þetta er bara upptalning á góðverkum hans á allra síðustu dögum. Hann náði heldur ekki að fagna mikið þegar sæti Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi var tryggt. Eftir að landsliðið var hyllt á Ingólfstorgi héldu strákarnir einkasamkvæmi á Pedersen svítunni þar sem færri komust að en vildu. Birkir var þó farinn snemma heim. „Ég fékk svona rúman klukkutíma í svefn og var síðan farinn út á flugvöll. Vissulega var gaman að vakna eftir svona stuttan svefn og átta sig á hvað hafði gerst, að við vorum komnir til Rússlands. Ég fór snemma heim, ég veit svo sem ekkert hvað restin af liðinu gerði. Ég var farinn af landinu 07.35 með fjölskyldunni en kannski gerðu einhverjir eitthvað – ég bara veit það ekki,“ segir hann. Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis, kom til landsins ásamt guttunum þeirra, Sævari Zakaríasi og Víkingi Leó, til að verða vitni að stóru stundinni. Unglingurinn á heimilinu, Þóra Kolbrún, varð eftir í Svíþjóð. Elsti strákurinn þeirra, Hjörtur Smári, flutti heim til Íslands fyrir nokkru. „Þóra Kolbrún vill nýta hvern einasta dag til að vera með sænskum vinum sínum og bjó hjá nágrönnunum í nokkra daga,“ segir hann en allar líkur eru á að fjölskyldan flytji heim til Íslands um áramótin og Birkir verði eftir.Birkir með Hirti Smára sem fór á undan fjölskyldunni og flutti til Íslands fyrir skömmu.Hlýr Valsfaðmur Þau hjónin hafa komið sér vel fyrir í Stokkhólmi þar sem Birkir sparkar í fótbolta með Hammarby og ekur að sjálfsögðu um á Volvo. Samningur hans rennur út um áramót og því þarf fjölskyldan að flytja. Nema Hammarby hækki samningstilboðið sitt. „Þeir buðu mér samning sem var ekki nógu góður að mínu mati. Ég sagði nei við tilboðinu og viðræðurnar runnu út í sandinn. Ég veit í rauninni ekkert hvað er að fara að gerast. Við erum ánægð hérna og vildum vera áfram en ég ætlaði ekki skrifa undir bara eitthvað. Ég hef verið heppinn því að ég hef verið að borga svokallaðan útlendingaskatt hér sem er fyrstu þrjú árin. Nú er það búið og ég þyrfti því að hækka í launum til að koma út á núlli. En það var ekki hægt og ég þarf því að leita mér að nýjum klúbbi,“ segir hann en umboðsmaður hans er að vinna í málinu fyrir hann. Birki finnst fínt að vera baka til og ekki að vera fremstur í fjörinu.Á meðan einbeitir hann sér að því að spila fyrir félagið en hann hefur spilað nánast alla leiki í byrjunarliði Hammarby frá því hann kom þangað frá Noregi. Fjölskyldan mun að öllum líkindum setja allt niður í kassa og flytjast heim til Íslands eftir áramót. Stefnan hjá Birki er að vera áfram úti og spila erlendis fram að Heimsmeistaramótinu. Koma heim eftir það. En það er stutt á milli í fótboltanum og aldrei hægt að vita neitt fyrir fram. En þetta er allavega stefnan. Þar bíður Valsfaðmurinn eftir honum en Birkir er með Valsmerkið tattúverað á sig. „Fyrsta mál á dagskrá er að finna eitthvað erlendis. Allavega fram að HM. Þó það væri ekki nema bara þetta hálfa ár. Nú, ef ekkert kemur upp þá þarf ég að finna mér eitthvað að gera. Ég þarf að hugsa um heila fjölskyldu og ég get ekki verið tekjulaus í einhvern tíma. Ég þarf að hafa einhverjar tekjur í janúar 2018 og vonandi finn ég eitthvað í útlöndum. En ef það gengur ekki þá kem ég heim og spila fótbolta.“ Eðlilega er næsta spurning: Þá í Val? „Faðmur Vals er alltaf hlýr,“ segir hann glottandi. Birkir var hluti af frekar döprum árgangi í Val og hann var sjálfur ekkert stórkostlegur leikmaður í yngri flokkunum. En hann fór að stækka og skrefin urðu stór þó kílóin væru kannski ekkert að hrannast utan á hann. Allt í einu var kominn fram á sjónvarsviðið einn fljótasti leikmaður Íslands sem geystist upp og niður kantinn hjá Val. Hann spilaði framarlega til að byrja með, kom inn í meistaraflokk Vals árið 2003 en braut sér leið inn í liðið þremur árum síðar. Þá hafði hann prófað að fara til Bandaríkjanna í nám en fékk ekki áframhaldandi skólastyrk. Hann hélt því á Laugarvatn þar sem líf hans tók stakkaskiptum. Þar kynntist hann Stefaníu, eða Stebbu.Hækkar í tvöfaldri bassatrommu „Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ segir hann stoltur. Hann kynntist henni árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni og sama ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar.“ Birkir keyrði á milli Reykjavíkur og Laugarvatns og stytti sér stundir með því að hlusta á þungarokk. Hann hækkar enn vel í tvöfaldri bassatrommu, sem er ekki algengt meðal landsliðsmanna. Þeir eru meira í annarri tónlist. „Það eru ekki margir þungarokkarar í landsliðinu, því miður. Ég held að það sé lítil von til að breyta því. Íslenska þungarokkið í dag, Skálmöld, Dimma og Sólstafir meðal annars, er á mjög háum standard.“Birkir er ákaflega mikill fjölskyldumaður. Hér er hann með guttana sína, Sævar Zakarías og Víking Leó. Að sjálfsögðu eru þeir í landsliðsbúningi.Birkir hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í landsliðinu og ekki er sjáanlegt að nokkur leikmaður ógni stöðu hans. Þegar hann klæðist landsliðstreyjunni þá gerist eitthvað sem erfitt sé að útskýra. „Er það ekki þjóðarstoltið? Það kemur einhver extra kraftur eins og á að vera þegar menn spila landsleiki. Maður vill ekki bregðast fjölskyldu og vinum, liðsfélögum og þjóðinni sem fylgist með.“Birkir ásamt Þóru Kolbrúnu.Birkir er herbergisfélagi Ögmundar Kristinssonar en þeir léku saman með Hammarby. Þeir töldu það saman að á síðasta ári voru þeir fimm mánuði saman í hótelherbergi. „Við vorum nánast meira saman en með konunum okkar. Við erum ekki orðnir leiðir hvor á öðrum. Við spilum mikið NHL tölvuleikinn í PlayStation. Við höfum gaman af hokkí og þetta er miklu betri leikur en FIFA-leikurinn. FIFA er góður en þessi er betri. Ég fór stundum í hótelgolfið sem er vinsæl íþrótt á landsliðshótelinu en ég er svo lélegur.“ Birkir segir að þrátt fyrir að eiga lítið sameiginlegt með mörgum af landsliðsstrákunum sé þetta þægilegur hópur að umgangast og hann elski þá alla eins og bræður. „Þeir eru margir sem eru búnir að vera lengi saman í þessu, þeir eru líka bestu vinir fyrir utan fótboltann. Þetta er samheldinn hópur og við sem erum aðeins fyrir utan hann erum eldri og vitrari,“ segir hann og hlær. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég á lítið sameiginlegt með flestum í þessu landsliði ef maður lítur á það blákalt. Samt eru þetta auðveldir menn að umgangast. Það er hægt að vera með þeim í fleiri fleiri vikur án þess að fá leiða á þeim,“ segir landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson. Birkir á fjögur börn, ekur um á Volvo XC 60, spilar hokkíleik í PlayStation þegar hann er á landsliðsferðum, hlustar á þungarokk og er ekki virkasti maður í heimi á samfélagsmiðlum. Hann hefur spilað 76 landsleiki og skorað eitt mark. Þrátt fyrir að börn bíði ekkert endilega í röðum eftir að fá eiginhandaráritun frá honum er ljóst að virðingin sem er borin fyrir honum er ómæld enda flestir sammála um að hjartað í honum sé gert úr gulli.Birkir spilaði sinn fyrsta landsleik í júní 2006 í 1:1 jafntefli gegn Liechtenstein. Nú eru landsleikirnir orðnir 76 og hefur hann skorað eitt mark.Þannig gaf hann fötluðum stuðningsmanni treyjuna sína sem hann spilaði í á móti Tyrkjum, hefur stutt við bakið á Ingólfi Sigurðssyni og aukinni fræðslu um geðheilbrigði og sá aumur á grátandi föður sem fékk ekki miða á landsleikinn gegn Kósóvó og bjargaði feðgunum. Þetta er bara upptalning á góðverkum hans á allra síðustu dögum. Hann náði heldur ekki að fagna mikið þegar sæti Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi var tryggt. Eftir að landsliðið var hyllt á Ingólfstorgi héldu strákarnir einkasamkvæmi á Pedersen svítunni þar sem færri komust að en vildu. Birkir var þó farinn snemma heim. „Ég fékk svona rúman klukkutíma í svefn og var síðan farinn út á flugvöll. Vissulega var gaman að vakna eftir svona stuttan svefn og átta sig á hvað hafði gerst, að við vorum komnir til Rússlands. Ég fór snemma heim, ég veit svo sem ekkert hvað restin af liðinu gerði. Ég var farinn af landinu 07.35 með fjölskyldunni en kannski gerðu einhverjir eitthvað – ég bara veit það ekki,“ segir hann. Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis, kom til landsins ásamt guttunum þeirra, Sævari Zakaríasi og Víkingi Leó, til að verða vitni að stóru stundinni. Unglingurinn á heimilinu, Þóra Kolbrún, varð eftir í Svíþjóð. Elsti strákurinn þeirra, Hjörtur Smári, flutti heim til Íslands fyrir nokkru. „Þóra Kolbrún vill nýta hvern einasta dag til að vera með sænskum vinum sínum og bjó hjá nágrönnunum í nokkra daga,“ segir hann en allar líkur eru á að fjölskyldan flytji heim til Íslands um áramótin og Birkir verði eftir.Birkir með Hirti Smára sem fór á undan fjölskyldunni og flutti til Íslands fyrir skömmu.Hlýr Valsfaðmur Þau hjónin hafa komið sér vel fyrir í Stokkhólmi þar sem Birkir sparkar í fótbolta með Hammarby og ekur að sjálfsögðu um á Volvo. Samningur hans rennur út um áramót og því þarf fjölskyldan að flytja. Nema Hammarby hækki samningstilboðið sitt. „Þeir buðu mér samning sem var ekki nógu góður að mínu mati. Ég sagði nei við tilboðinu og viðræðurnar runnu út í sandinn. Ég veit í rauninni ekkert hvað er að fara að gerast. Við erum ánægð hérna og vildum vera áfram en ég ætlaði ekki skrifa undir bara eitthvað. Ég hef verið heppinn því að ég hef verið að borga svokallaðan útlendingaskatt hér sem er fyrstu þrjú árin. Nú er það búið og ég þyrfti því að hækka í launum til að koma út á núlli. En það var ekki hægt og ég þarf því að leita mér að nýjum klúbbi,“ segir hann en umboðsmaður hans er að vinna í málinu fyrir hann. Birki finnst fínt að vera baka til og ekki að vera fremstur í fjörinu.Á meðan einbeitir hann sér að því að spila fyrir félagið en hann hefur spilað nánast alla leiki í byrjunarliði Hammarby frá því hann kom þangað frá Noregi. Fjölskyldan mun að öllum líkindum setja allt niður í kassa og flytjast heim til Íslands eftir áramót. Stefnan hjá Birki er að vera áfram úti og spila erlendis fram að Heimsmeistaramótinu. Koma heim eftir það. En það er stutt á milli í fótboltanum og aldrei hægt að vita neitt fyrir fram. En þetta er allavega stefnan. Þar bíður Valsfaðmurinn eftir honum en Birkir er með Valsmerkið tattúverað á sig. „Fyrsta mál á dagskrá er að finna eitthvað erlendis. Allavega fram að HM. Þó það væri ekki nema bara þetta hálfa ár. Nú, ef ekkert kemur upp þá þarf ég að finna mér eitthvað að gera. Ég þarf að hugsa um heila fjölskyldu og ég get ekki verið tekjulaus í einhvern tíma. Ég þarf að hafa einhverjar tekjur í janúar 2018 og vonandi finn ég eitthvað í útlöndum. En ef það gengur ekki þá kem ég heim og spila fótbolta.“ Eðlilega er næsta spurning: Þá í Val? „Faðmur Vals er alltaf hlýr,“ segir hann glottandi. Birkir var hluti af frekar döprum árgangi í Val og hann var sjálfur ekkert stórkostlegur leikmaður í yngri flokkunum. En hann fór að stækka og skrefin urðu stór þó kílóin væru kannski ekkert að hrannast utan á hann. Allt í einu var kominn fram á sjónvarsviðið einn fljótasti leikmaður Íslands sem geystist upp og niður kantinn hjá Val. Hann spilaði framarlega til að byrja með, kom inn í meistaraflokk Vals árið 2003 en braut sér leið inn í liðið þremur árum síðar. Þá hafði hann prófað að fara til Bandaríkjanna í nám en fékk ekki áframhaldandi skólastyrk. Hann hélt því á Laugarvatn þar sem líf hans tók stakkaskiptum. Þar kynntist hann Stefaníu, eða Stebbu.Hækkar í tvöfaldri bassatrommu „Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ segir hann stoltur. Hann kynntist henni árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni og sama ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar.“ Birkir keyrði á milli Reykjavíkur og Laugarvatns og stytti sér stundir með því að hlusta á þungarokk. Hann hækkar enn vel í tvöfaldri bassatrommu, sem er ekki algengt meðal landsliðsmanna. Þeir eru meira í annarri tónlist. „Það eru ekki margir þungarokkarar í landsliðinu, því miður. Ég held að það sé lítil von til að breyta því. Íslenska þungarokkið í dag, Skálmöld, Dimma og Sólstafir meðal annars, er á mjög háum standard.“Birkir er ákaflega mikill fjölskyldumaður. Hér er hann með guttana sína, Sævar Zakarías og Víking Leó. Að sjálfsögðu eru þeir í landsliðsbúningi.Birkir hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í landsliðinu og ekki er sjáanlegt að nokkur leikmaður ógni stöðu hans. Þegar hann klæðist landsliðstreyjunni þá gerist eitthvað sem erfitt sé að útskýra. „Er það ekki þjóðarstoltið? Það kemur einhver extra kraftur eins og á að vera þegar menn spila landsleiki. Maður vill ekki bregðast fjölskyldu og vinum, liðsfélögum og þjóðinni sem fylgist með.“Birkir ásamt Þóru Kolbrúnu.Birkir er herbergisfélagi Ögmundar Kristinssonar en þeir léku saman með Hammarby. Þeir töldu það saman að á síðasta ári voru þeir fimm mánuði saman í hótelherbergi. „Við vorum nánast meira saman en með konunum okkar. Við erum ekki orðnir leiðir hvor á öðrum. Við spilum mikið NHL tölvuleikinn í PlayStation. Við höfum gaman af hokkí og þetta er miklu betri leikur en FIFA-leikurinn. FIFA er góður en þessi er betri. Ég fór stundum í hótelgolfið sem er vinsæl íþrótt á landsliðshótelinu en ég er svo lélegur.“ Birkir segir að þrátt fyrir að eiga lítið sameiginlegt með mörgum af landsliðsstrákunum sé þetta þægilegur hópur að umgangast og hann elski þá alla eins og bræður. „Þeir eru margir sem eru búnir að vera lengi saman í þessu, þeir eru líka bestu vinir fyrir utan fótboltann. Þetta er samheldinn hópur og við sem erum aðeins fyrir utan hann erum eldri og vitrari,“ segir hann og hlær.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira