Leggjum metnað í menntun Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. október 2017 15:45 Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun